Goðasteinn - 01.09.1999, Page 274
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Veiðifélög
hafa verið á almennum félagsjundi
rekstur eigna
sala veiðileyfa
gróður og náttúruvernd. “
Starfsemi félagsins hefur í hnotskurn
markast af framansögðu. Veiðivötn er
vatnaklasi norðan Tungnaár á Landmanna-
afrétti. AIIs eru u.þ.b. 50 vötn og pollar á
svæðinu. Veiðivötn eru 560-600 m. yfir
sjó. Vötnin liggja í aflangri dæld sem er
um 5 km. breiðust og um 20 km. löng, frá
Snjóölduvalni í suðvestri að Hraunvötnum
í norðaustri. Austan Veiðivatna liggur
Snjóöldufjallgarður en Vatnaöldur vestan
þeirra.
Félagið á og rekur 13 veiðihús í Veiði-
vötnum, auk þess keypti það skála er
Ferðafélag Islands byggði í Veiðivötnum,
einnig er hús fyrir veiðiverði og fullkomin
salernisaðstaða á staðnum, rennandi vatn
er í öll þessi hús að sumri til. Fiskrann-
sóknir á Veiðivatnasvæðinu hafa verið
reglubundnar allt frá árinu 1982. Þær hafa
leitt í ljós að urriðinn nær ekki að fjölga
sér nægjanlega á svæðinu. Það er því fast-
ur liður í starfsemi félagsins að afla klak-
fiskjar að hausti og flytja í byggð þar sem
Fiskeldisstöðin í Fellsmúla tekur við hon-
um og framleiðir seiði sem síðan er sleppt
á Veiðivatnasvæðinu.
Sunnan Tungnaár eru 12 vötn á Land-
mannaafrétti sem tilheyra félaginu. Við
Landmannahelli á Veiðifélagið gangna-
mannahús að hálfu á móti sveitarfélaginu.
einnig er þar varðarhús og snyrtiaðstaða
sem félagið byggði. Þessa aðstöðu leigir
félagið til Hellismanna h/f sem stundar þar
þjónustu við ferðamenn.
Árið 1998 var allgott hjá félaginu, sala
veiðileyfa var með svipuðu móti, en um
hana sér Sigríður Th. Sæmundsdóttir
Skarði (487-6580).
Veiði í Veiðivötnum var með betra móti
eða u.þ.b. 11.900 fiskar sem er mikil aukn-
ing frá fyrra ári, en þá veiddust 7648
fiskar.
Er það von forsvarsmanna félagsins að
stóraukin seiðaslepping undanfarinna ára
sé nú að skila sér í aukinni veiði, en 60-
100 þús. seiðum hefur verið sleppt árlega
sl. fjögur ár.
Af framansögðu má sjá að miklum fjár-
munum hefur verið varið til uppbyggingar
á starfssvæði félagsins, nær öllum nettó-
tekjum félagsins hefur verið varið til þess-
ara hluta, en félagsmenn hafa þó getað sótt
arð til félagsins með því að nýta veiðirétt
sinn.
I vötnunum sunnan Tungnaár er aðal-
lega bleikja sem hefur tjölgað sér mjög og
smækkað. Þar fer fram mjög merkileg til-
raun heimamanna til þess að grisja vötnin,
hefur það borið sýnilegan árangur. í þessi
vötn eru seld veiðileyfi í Skarði, einnig
fást leyfi í Landmannahelli, Landmanna-
laugum og í versluninni Vesturröst Rvk.
Má nefna að góð veiði hefur verið í Ljóta-
polli og Frostastaðavatni undanfarin ár.
Stjórn félagsins skipa nú Kjartan G.
Magnússon, Þórður M. Sigurjónsson,
Bragi Guðmundsson, Ólafur Kr. Helgason
og Vilhjálmur Þórarinsson.
Kjartan G. Magnússon
-272-