Goðasteinn - 01.09.1999, Page 277
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Veiðifélög
í mars 1995 var Veiðifélag Þverár
endurreist. Þá voru sárin mjög farin að
gróa og áin hafði myndað þokkalegan
farveg út að brú á þjóðvegi eitt. En vestan
brúar flæmdist hún um á allt á breiðum
sandi og vatnið oft ekki nema 10-20 cm
djúpt. Og nánast ófiskgeng. Við höfum
unnið að því í 4 sumur að dýpka og
þrengja farveg árinnar og varið til þess
4.432.210 kr. auk sjálfboðavinnu. Við
höfum reynt að rækta lax í ánni og varið til
þess 2.804.038 kr. Arangurinn er mjög
góður, í sumar fylllist áin af laxi, en það
gekk ekki að sama skapi vel að veiða hann
og selja veiðileyfi, en þetta stendur von-
andi til bóta, ef laxinn heldur áfram að
ganga upp í ána. Við höfum fengið styrki
frá ýmsum aðilum að upphæð 2.763.000
kr. og skuldum núna 4.233.135 kr. Skulda-
staðan gerir okkur vissulega lífið leitt.
Okkur dreymir um að Þveráin geti með
tíð og tíma orðið arðsöm veiðiá. Hún geti
orðið sjálfbær með seiði, vatnið í lækj-
unum og ánni er ágætlega hlýtt á sumrin
og víða er grófur malarbotn sem hentar
laxaseiðum. I þurrkatíð á vorin og sumrin
verður áin heldur vatnslítil. Það þarf að
setja hólka í varnargarðana í innanverðri
Hlíðinni svo hægt sé að bæta aðeins vatni í
hana, þegar á þarf að halda.
Rétt er að geta þess að Veiðifélagið er í
samvinnu við Skógræktarfélag Rangæinga,
sem hefur tekið að sér að græða upp
sandinn, sem þornar og klæða hann skógi
ef hægt er. Þetta er á góðri leið. Það hefur
ekki myndast teljandi sandfok þó vatnið
hafi farið af tugum ha af sandi. Nýskógur
er að vaxa upp á stórum svæðum þar sem
áin flæmdist um áður.
Auk undirritaðs eru í stjórn Veiðifélags
Þverár Hans Magnússon, Kirkjulækjarkoti,
Kristinn Jónsson, Staðarbakka, Olafur Þ.
Gunnarsson, Bollakoti og Þorkell St.
Ellertsson, Ármóti.
Markús Runólfsson
Markús Runólfsson:
HUGLEIÐING UM FRAMTÍÐ FISKIRÆKTAR Á VATNASVÆÐIRANGÁNNA 0G ÞVERÁR
í bók Árna Óla „Þúsund ára sveitaþorp“
er því haldið fram að Hólsárós hafi verið
skipgengur allt fram á miðja átjándu öld.
Ur Þykkvabænum hafi verið róðið til fiskj-
ar og stunduð útgerð gegnum ósinn allt frá
landnámsöld. Þessi útgerð hafi í raun verið
forsendan fyrir því að þorpið myndaðist og
hélst við gegnum aldirnar. Spurningin er,
getum við endurheimt þessi landgæði með
viðráðanlegum kostnaði? Sennilega. Það
þarf að setja stýringu á vatnið ofan við
fjörukambinn svo ósinn sé alltaf á sama
stað en flytjist ekki til austurs eða vesturs
eins og verið hefur. Það þarf að setja
varnargarða á núverandi bakka fyrir ofan
fjörukambinn til þess að vatnið renni ekki
til hliðar þegar hásjávað er, þá mun ósinn
hreinsa sig út þegar fjarar út. Þá þarf að
græða upp allstaðar meðfram vötnum. Á
nokkrum áratugum myndi spretta þar upp
víði- og birkikjarr þó ekkert annað væri
gert en að friða landið. Það sýna blettir
sem friðaðir eru í dag og hafa verið það í
einhver ár. Þetta myndi stórbæta lífsskil-
yrði í ánum. Alveg sérstaklega næst þegar
eldfjöllin okkar fylla allar ójöfnur af vikri
og ösku þá verða árnar og umhverfi þeirra
miklu fljótari að jafna sig og við getum
haldið áfram að stunda okkar dýrmæta
atvinnurekstur að selja mönnum veiðileyfi
og lífsfyllingu.
-275-