Goðasteinn - 01.09.1999, Page 284
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
náms og hefði án nokkurs vafa náð
langt á þeirri braut hefði auðna ætlað
henni slíkt. Hún hafði leiftrandi frá-
sagnargáfu, var leikandi lipur ljóða-
smiður, málfar vandað og oftar en ekki
slegið á léttari strengi í ljúfum gáska
sem alla gladdi en enga særði.
Fyrir þremur árum greindist Anna
Sigga með krabbamein. Slík frétt er
einn af þeim dómum lífsins sem ekki er
reiknað með. Sorgin verður yfirþyrm-
andi og lítt skýranleg. Henni var ekki
hlíft lengur og nú skyldi tekist á við
alvöru lífsins. En veikindum sínum tók
hún með miklu æðruleysi, svo aðdáun-
arvert var að fylgjast með. Anna Sigga
hafði nefnilega ekki aðeins til að bera
skínandi gáfur, heldur og heilmikla
kímnigáfu, óeigingirni og frumleika og
það að greina kjarnann frá hisminu.
Festa hennar og þroski komu ef til vill
hvað skýrast fram, þegar hin alvarlegu
veikindi komu upp. Æðruleysi hennar
og kraftur í erfiðum veikindum var að-
dáunarvert. Og það voru þessir eðlis-
þættir sem fleyttu henni yfir boðaföll
og sker og sættu hana beiskjulaust við
það sem lífið hafði kosið henni að
takast á við, því lífslogi hennar brann
svo bjartur og heitur.
Tæp átján ár eru ekki löng lífs-
ganga. En árin segja ekki alltaf alla
söguna um einstaklinginn sem lifir þau.
Öllu mikilvægara er hvernig við verj-
um ævinni og það kunni Anna Sigga.
Ljúflyndi hennar og gleði geislaði frá
henni og laðaði að vini. Aldrei ofdrifin,
alltaf einlæg, trygglynd, umhyggjusöm,
jafnvel svo að umhyggja hennar fyrir
þeim sem henni þótti vænt um varð
ofar hennar eigin þörfum. Hún var ein-
stök! Hún átti líka góða að og þegar
hún kvaddi þennan heim mánudaginn
17. ágúst sl. hafði hún þá við hlið sér
sem voru henni kærastir, foreldra sína
og systkini. Anna Sigríður var jarð-
sunginn í Skarðskirkjugarði.
Sr. Hnlldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
/
Arni Jónasson og Jóhanna
Ingvarsdóttir frá Ytri-
Skógum - hjónaminning
Þau fæddust bæði í Þingeyjarsýslu.
Árni fæddist 26. september 1916 for-
eldrum sfnum, hjónunum Jónasi Helga-
syni bónda og hreppstjóra á Græna-
vatni í Skútustaðahreppi og Hólmfríði
Þórðardóttur frá Svartárkoti. Árni var
elstur 5 systkina, en þau voru: Þór-
oddur er andaðist 1994, en eftirlifandi
eru: Helgi, Kristín Þuríður og Jakobína
Björg.
Jóhanna fæddist sama ár og Árni,
13. apríl að Núpi í Öxarfirði, en ólst
-282-