Goðasteinn - 01.09.1999, Page 295
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
þéttbýlinu og nýir þéttbýliskjarnar urðu
til, m.a. hér í Rangárvallasýslu. Það var
Guðmundi á Akri, eins og svo mörgum
eldri bændum, mikil hamingja að fá að
lifa þetta tímabil, og sannarlega lagði
hann fram sinn skerf til þessarar upp-
byggingar og sparaði hvergi til orku
sína eða efni, eins og greina má af
þeirn myndarbrag sem einkennir góð-
býlið Akur enn í dag.
A þessum árum unnu nágrannar og
sveitungar vel saman, hvort heldur var
í vegagerð, girðingum eða bygginga-
framkvæmdum og hver studdi annan
þar sem sameiginlegra átaka var þörf.
Guðmundur þurfti að sigrast á ýmsum
erfiðleikum á frumbýlingsárunum og
má sem dæmi nefna að fyrstu árin varð
hann að sækja heyskap niður í Duf-
þekjumýri á meðan ræktunarlendur
heima á Akri voru að koma til.
Guðmundur bjó í 29 ár með fjöl-
skyldu sinni myndarlegu brii á Akri.
Fylgdist hann jafnan vel með öllum
nýjungum í búnaði og búskaparháttum
og tók tæknina í sína þjónustu til að
létta verkin og auka framleiðsluna. Bjó
hann fyrstu árin blönduðu búi en síðan
stóru kúabúi á þeirrar tíðar mæli-
kvarða. Hafði hann með tímanum
komið sér upp öllum fullkomnustu
tækjum og sjálfvirkni sem þá þekktist.
í þessu birtist skýrt framfaravilji lians.
Hann var þeirrar gerðar að vilja alltaf
vera að framkvæma, bæta og búa í
haginn fyrir framtíðina. Einnig var
mjög ríkt í fari hans að vilja vera sjálfs
síns ráðandi og sjálfum sér nógur í sem
flestum hlutum.
Hann var einnig mjög nákvæmur
og stundvís í allri umhirðu sinni um
bústofninn og þótti vænt um skepn-
urnar og lét það koma fram í öllum
aðbúnaði við þær. Sást á öllu að hann
hafði fundið sfna réttu hillu í lífinu, þar
sem var starf bóndans sem vinnur með
öflum lífs og sköpunar í öllu umhverfi
sínu.
Þegar aldur færðist yfir lét Guð-
mundur af búskap árið 1979 og fluttist
með fjölskyldu stuttan spöl á Nýbýla-
veginn á Hvolsvelli, þar sem þau hjón-
in bjuggu síðan fram á síðustu mánuði
sem Guðmundur Iifði. Þar nutu þau
umhyggju og aðhlynningar Þuríðar
dóttur sinnar og manns hennar Bjarna
Heiðars Þorsteinssonar og dótturbörn
þeirra tvö, þau Hrafnhildur Elísabet og
Guðmundur Páll voru þeim sem sannir
sólargeislar á ævikvöldi.
Guðmundur hafði verið heilsu-
hraustur um ævina, - hafði þó veikst
alvarlega árið 1984 en náð sér aftur að
fullu af því áfalli. Hann hélt áfram að
fara allra sinna ferða á bíl sínum allt
fram undir það síðasta og hafði þá setið
undir stýri í 70 ár.
Pálína kona Guðmundar fór til
hjúkrunar á dvalarheimilið Lund á
Hellu í marsmánuði 1998 og skömmu
síðar veiktist Guðmundur og var á
sjúkrahúsi allan aprílmánuð. Hann
komst heim aftur en um miðjan maí
fékk hann hjartaáfall og lést viku síðar
eða hinn 23. maí eins og áður var getið.
Utför hans fór fram frá Stórólfs-
hvolskirkju laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu, 30. maí 1998
Sr. Sváfnir Sveinbjcirnarson
-293-