Goðasteinn - 01.09.1999, Page 298
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
yngst er systirin Laufey Guðný, f.
1930, húsmóðir í Reykjavík.
Guðni óx úr grasi í foreldrahúsum
í hópi systkina sinna og naut þess besta
í sínu uppeldi sem bændasamfélag
liðins tíma gat boðið upp á. Hann hlaut
hefðbundna barnafræðslu og ólst upp
við öll þau störf sem þá tíðkuðust og
var þátttakandi í þeim strax og aldur
leyfði. Eftir rúmlega ársdvöl í Reykja-
vík, rúmlega tvítugur að aldri, þar sem
hann vann við leigubílaakstur, sneri
hann alfarið heim að Skarði og árið
1950 kemur inn í líf hans Sigríður
Theódóra Sæmundsdóttir frá Reykja-
vík, dóttir Sæmundar Sæmundssonar
frá Lækjarbotnum og konu hans, Helgu
Fjólu Pálsdóttur. Þau gengu í hjóna-
band 26. apríl 1954. Þar kom til liðs
við hann mikil mannkostakona er stóð
við hlið mannsins, sterk og traust og
byggði upp með honum ættaróðalið þar
sem annars gott myndarbýli varð að
gjöfulli kostajörð. Þar réð framsýni og
búmannshugur ferðinni og allt bar vitni
um dugnað og samstöðu. Annáluð
rausn Skarðsheimilisins hvíldi á hennar
herðum og þau hjón samstíga í gest-
risninni og hverjum manni fagnað er að
garði bar. Er Skarðsheimilið eins og
fastur punktur tilverunnar hjá fjöl-
skyldum þeirra hjóna og allra þeirra
vina og samferðamanna sem þar koma
við. Öllum fagnað og veittur góður við-
gjörningur, úr öllum málum og erind-
um leyst eins og kostur er.
Börn þeirra eru 2 - sonurinn Krist-
inn, bóndi í Skarði, sem er fæddur 6.
des. 1950, kvæntur Fjólu Runólfsdóttur
og dóttirin Helga Fjóla, sem er fædd 7.
nóv. 1957, skólaliði á Hvolsvelli, gift
Ingvari Ingólfssyni. Barnabörnin eru 8
og langafabörnin 2. Árið 1950 hóf
Guðni að búa í Skarði með föður sínum
þar til hann andaðist árið 1958 að hann
tók við búsforráðum.
Þá hófst tími mikilla umsvifa og
uppbyggingar, sem stóð í raun alla tíð
síðan undir stjórn og framfarahug
bóndans. Á hans blómaskeiði í búskap
reis merki Skarðsbúsins hæst og varð
að einu stærsta býli landsins, þar sem
búið var með kindur, kýr og hesta.
Hann naut þeirrar gleði sem ein færir
bóndanum sátt þegar hann lítur yfir
jörð sína og sér tún breiðast út og þrif-
legan búfénað dreifa sér um haga og
vera rekinn á afrétt á sumrin.
Þetta voru vissulega ár mikillar
vinnu, en um leið og börnin uxu úr
grasi fóru þau að taka til hendinni og
aðstoða við búskapinn. Árið 1970 gekk
Kristinn sonur hans og tengdadóttirin
Fjóla til liðs við hann og sameiginlega
ráku þeir feðgar búið allt til þessa dags.
Jafn umsvifamiklu búi og Skarðsbúinu
hefur jafnan fylgt mikill starfskraftur,
og eru þeir ófáir, bæði vinnumenn og
sumarvinnuunglingarnir, sem lagt hafa
hönd á plóginn þar á bæ. Guðni í
Skarði kom mikið við sögu hrossarækt-
arinnar á undanförnum áratugum, en
áhugi hans á hestum, hestarækt, sýn-
ingum og kannski ekki síst kappreiðum
er þjóðkunn, enda hestamaður og
hestaunnandi fram í fingurgóma. Hann
ól upp, átti og seldi margan gæðinginn
um ævina.
Guðni var búhöldur, - var í hópi
þeirra bænda sem breyttu íslenskum
sveitum og fleyttu þeim frá búskapar-
lagi fyrri tíma inn í vél- og tæknivædda
tuttugustu öldina. Að erfðum forfeðra
hafði hann hlotið hina athugulu íhygli
-296-