Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 310
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
dóttir, Akbraut, Holtum
Katrín Sigríður Jónsdóttir var
Rangæingur að ætt og uppruna, fædd
þann 17. október 1913 að Lýtingsstöð-
um í Holtum, dóttir hjónanna þar, Jóns
Þórðarsonar frá Lýtingsstöðum og
Sigurleifar Sigurðardóttur frá Brúnum
undir Eyjafjöllum. A Lýtingsstöðum
ólst hún upp í vari foreldra og yngst í
hópi 5 systkina, en þau voru; Sigurjón
sem var elstur, þá Þórður, María, Sig-
urður, Lýtingur og yngst var Katrfn.
Þó bjarmaði fyrir nýrri og breyttari
tímum í íslensku þjóðlífi þegar Katrín
var að vaxa úr grasi, þá hóf hún um
leið og kraftar leyfðu að vinna að búinu
með foreldrum sínum sem og eldri
systkinin Hún naut hefðbundinnar
barnafræðslu þess tíma og fór síðan
einn vetur að Laugarvatni til frekara
náms.
Katrín fór til aðstoðar við heimil-
ishald að Járngerðarstöðum í Grindavík
þar sem rekin var útgerð og þar kynnt-
ist hún tilvonandi lífsförunaut sínum
Magnúsi Ingberg Gíslasyni frá Hafnar-
firði, en hann átti ættir að rekja til
Arnessýslu. Þau gengu í hjónaband um
jólin 1942. Þeim varð 8 barna auðið en
þau eru: Þóra Margrét sem er elst, f.
1942, gift Jóni Ingileifssyni og eiga
þau 9 börn. Jón Leifur, f. 1943, og á
eina dóttur. Guðrún Laufey f. 1945, gift
Gísla Helgasyni og á 3 dætur. Gísli
Þórður Geir f. 1948, kvæntur Ingi-
björgu Reynisdóttur og eiga þau 5
börn. Arni Snævar f. 1951, kvæntur
Guðrúnu Báru Ólafsdóttur og eiga þau
1 dóttur, Daníel f. 1953, og á hann 1
son. Sigrún Jónína f. 1955 og á 1 son.
Bjarni Pétur f. 1956. Eru barnabörnin
nú orðin 21 talsins og langömmubörnin
11.
Árið 1942 tóku Katrín og Magnús
við að Lýtingsstöðum eftir Sigurleifu
móður hennar, en hún stóð fyrir búi
eftir að Jón eiginmaður hennar andaðist
árið 1933, og að Lýtingsstöðum búa
þau næstu 9 árin eða þar til þau flytja
að Akbraut í Holtum 16. júní 1953.
Þeim hjónum farnaðist vel í Ak-
braut, stóðu samhent og áhugasöm
fyrir búi sínu og uppeldi barnanna. Á
milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæmur
kærleikur og virðing. I gegnum allt
þeirra hjónaband létu þau aldrei falla
styggðaryrði hvort til annars. Á heimil-
inu var í ýmsu að snúast eins og gengur
á annasömu heimili. Þeim hjónum
farnaðist vel, þótt efnin væru ekkert
meiri en tíðkaðist á þessum tíma.
Katrín var harðdugleg kona, ósérhlífin,
fórnfús og viljasterk. Hún gekk í öll
störf hvort sem var úti eða inni, og
vann við hlið bónda síns í öllum
búverkum. Sveitalífið var henni í blóð
borið. Hún unni sveitinni sinni þar sem
lífsstarf hennar lá. Hún var mikill nátt-
-308-