Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 311
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
úruunnandi og fegurð landsins heillaði
hana og laðaði til sín hvenær sem tími
gafst til frá önnum hversdagsins, og þá
vissi hún ekkert yndislegra en ríða um
grundir á góðum fáki og njóta þess að
skoða handarverk Drottins er skóp
okkar fagra land. Hún var fróð um allt
er snerti náttúruna, þekkti allar jurtir og
gróður og fugla landsins og hún lagði
ríka áherslu á að koma þessari þekk-
ingu til skila til barna sinna. Hún var
dýravinur svo af bar, laghent og natin
við skepnur og oft var hún beðin af
nágrönnum um að binda um sár og brot
ferfættra vina. Og þau skynjuðu þelið,
og löðuðust að henni og allar skepnur
hlýddu henni.
Hún var vel gefin og vel gerð
kona. Fróð og minnug, vel lesin og
Ijóðelsk. Hún hafði góða söngrödd og
söng í mörg ár með kirkjukórnum hér í
Marteinstungu. Hún sóttist ekki eftir
veraldlegum hlutum en lagði áherslu á
að öll hennar gleði væri nærtæk; - hún
átti börnin sín að, bústofninn og jörð-
ina. Það var henni allt. Jörðin, börnin
hennar og búskapurinn var starfsvett-
vangur hennar í lífinu. Umhyggjan
fyrir börnunum og síðar barnabörn-
unum var mikil og allar stundir var hún
vakin og sofin yfir velferð afkomend-
anna.
Katrín missi mann sinn í vinnu-
slysi 12. júní 1972 en bjó áfram með
þremur yngstu börnunum sínum, þar til
Daníel sonur hennar tók við búi árið
1980, en Katrín dvaldi áfram með
honum í Akbraut allt þar til heilsu
þraut, en síðasta árið dvaldi hún að
dvalarheimilinu Lundi. Katrín var
heilsuhraust lengstum, slitin af mikilli
vinnu gegnum tíðina og gekk ekki
alveg heil til skógar síðustu árin. Hún
andaðist á Sjúkrahúsi Selfoss að
morgni sunnudags 16. ágúst sl. eftir
skamma legu og var jarðsunginn í
Marteinstungukirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
Kristbjörg Líney Árna-
dóttir, Dvalarheimilinu
Lundi, Hellu
Kristbjörg Líney Arnadóttir var
fædd 29. maí 1907 á Knarrareyri á
Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hennar, sem voru síðustu
ábúendur á Knarrareyri, voru hjónin
Jóhanna Jónsdóttir frá Hrísgerði í
Fnjóskadal, og bóndi hennar Arni
Tómasson frá Knarrareyri. Var Líney
sjötta í röð 16 barna þeiira, en af þeim
komust 14 upp. Þau eru í aldursröð
talin: Jón, Guðrún Sigfríður, Jónatan
Sigurbjörn, Gísli, Guðmundur, Þórveig
Kristín, Hólmgeir, Sigurbjörn, Guðný
-309-