Goðasteinn - 01.09.1999, Side 312
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Anna, Jónatan, Tómas, Stefán, Hólm-
fríður Rósa, Sigurveig Björg og and-
vana stúlkubarn sem var tvíburi við
Björgu.
Af þessum stóra hópi systkinanna
frá Knarrareyri lifir nú Rósa ein eftir,
búsett á dvalarheimilinu Skjaldarvík á
Akureyri. Nokkur þeirra fóstruðust upp
fjarri foreldrahúsum, en Líney var í
hópi þeirra sem ólust upp heima á Eyri
eins og bærinn var gjarnan nefndur. Þar
vandist hún við öll verk og mótaðist
snemma af fremur óblíðri lífsbaráttu í
afskekktri byggð. Um leið þáði hún í
arf frábæra snyrtimennsku sem höfð
var í hávegum í sérhverju verki og
viðviki sem unnið var á bænum. Jörðin
var fremur landlítil og því þurfti að afla
heyja á engjum frammi á Flateyjar-
dalsheiði sem var drjúgur spölur.
Þennan heyskap stundaði Líney hvert
sumar öll sín unglingsár, og reri einnig
til fiskjar ásamt Hólmgeiri bróður
sínum á opnum árabáti, en bærinn á
Eyri stóð aðeins spölkorn frá sjó. Afl-
ann lögðu þau upp í Flatey á Skjálf-
anda og drýgðu þannig tekjur búsins.
Voru þessi verk Líneyju löngum minn-
isstæð, og oft rifjaði hún upp þessa
samvinnu þeirra Hólmgeirs, sem hún
var tengd sterkum systkinaböndum.
Líney veiktist af berklum um tví-
tugt, og var af þeim sökum á Kristnes-
hæli um nokkurt skeið. Hún náði sér af
berklunum en var upp frá því fremur
heilsulítil kona, þótt hún næði háum
aldri.
Líney giftist 9. október 1931 Garð-
ari Birni Pálssyni frá Garði í Fnjóska-
dal, en hann var sonur hjónanna Páls
G. Jónssonar frá Ytra-Hóli í sömu sveit
og Elísabetar Arnadóttur frá Skugga-
björgum f Dalsmynni. Líney og Garðar
hófu búskap að Hofi á Flateyjardal,
sem Garðar hafði þá fest kaup á, en
1937 fluttust þau búferlum að Garði.
Bjuggu þau þar fyrst á hluta jarðarinnar
ásamt foreldrum og systkinum Garðars,
en eignuðust jörðina alla um miðjan 5.
áratuginn.
Þeim varð auðið þriggja barna,
sem eru Guðlaug Borghildur, Páll og
Hulda Auður. Öll eru þau fjölskyldu-
fólk og eiga afkomendur, en niðjar
Líneyjar við lát hennar voru 39 talsins,
og hinn fertugasti bættist við fáum
dögum síðar. Heimili Líneyjar og
Garðars var gestkvæmt og annasamt
oft á tíðum. Þar gistu gangnamenn
hvert haust og nutu gestrisni húsbænd-
anna, eins og allir sem komu að Garði.
Þau hjónin söfnuðu aldrei auði, en
komust vel af með þrotlausri elju og
dugnaði. Vanheilsa Líneyjar setti
nokkurt mark á heimilislíf þeirra, því
hún var langdvölum til lækninga í
Reykjavík yfir vetrarmánuðina um ára-
bil.
Þau Líney og Garðar bjuggu í
Garði meðan heilsan leyfði, óslitið til
1958, en seldu þá Páli syni sínum
jörðina. Attu þau heima þar áfram
næstu 3 árin, uns þau þáttaskil urðu í
lífi þeirra að þau fluttust með Páli
suður í Kópavog 1961. Héldu þau til
hjá honuin fyrst um sinn, en síðan til
skiptis hjá börnum sínum. Garðar fór
síðar til Akureyrar og var þar fyrst hjá
systkinum sínum en síðast á Dvalar-
heimilinu Skjaldarvík þar sem hann
lést 13. ágúst 1971.
Líney fluttist með Páli og fjöl-
skyldu hans að Hellu á Rangárvöllum
árið 1969 en fór aftur til Reykjavíkur
-310-