Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 316
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Magnea og Ólafur lítillega héðan að
austan en kynnin efldust í Reykjavík
og tókust þar með þeim þeir kærleikar
sem leiddi þau upp að altarinu hinn 26.
nóv. 1949. Fyrstu sjö hjúskaparár sín
bjuggu þau í Reykjavík þar sem Ólafur
Tryggvi starfaði við iðn sína, húsa-
málun, en Magnea Helga vann hús-
móðurstörfin.
Þau hjónin eignuðust tvö börn, en
þau eru: Agúst Ingi f. 2. jan. 1949 í
Hemlu, sveitarstjóri Hvolhrepps,
kvæntur Sóleyju Astvaldsdóttur ritara
Hvolsskóla á Hvolsvelli. Börn Agústar
Inga og Sóleyjar eru: Sigrún f. árið
1969, lögfræðingur í Reykjavík, í sam-
búð með Davíð Pálssyni; Astvaldur Óli
f. árið 1971, kerfisfræðingur í Banda-
ríkjunum. Hann á eina dóttur. Yngstur
er svo Magnús, f. 1977. Hann býr í for-
eldrahúsum. Yngra barn Ólafs og
Magneu er Ragnhildur f. 20. mars árið
1950 í Reykjavík, skrifstofumaður hjá
Kaupfél. Rangæinga á Hvolsvelli, gift
Sæmundi Sveinbjörnssyni verslunar-
manni. Þeirra börn eru: Sveinbjörn, f.
árið 1970, verkamaður í sambúð með
Þóru Björk búsett í Hafnarfirði og eiga
þau eina dóttur og Ingibjörg f. 1971
hárgreiðslukona í sambúð með Viktori
Steingrímssyni. Þau eru búsett á Hvols-
velli og eiga einn son. Barnabörn
Magneu og Ólafs eru sem sagt 5 og
barnabarnabörnin orðin þrjú.
Arið 1956 tóku þau hjónin sig upp
og fluttu frá Reykjavík með börnin sín
tvö til að hefja búskap í Hemlu, en þá
hugðust Hemluhjónin, þau Agúst, faðir
Magneu og síðari kona hans, Kristín
Skúladóttir frá Keldum bregða búi.
Þegar heim í Hemlu var komið tóku
þau Ólafur og Magnea til óspilltra
málanna um uppbyggingu jarðarinnar,
jafnt húsakost sem ræktun og við þá
uppbyggingu dró hvorugt þeirra af sér
fyiT en allt var fyrsta flokks, hagar, tún,
gripahús og heimili. Svo vel tókst þess-
um ungu samhentu hjónum til að orð
var á gert, enda ekki að ástæðulausu,
segja mér kunnugir. Þess má geta að í
gamla bænum í Hemlu var frá árinu
1957 til 1963 rekinn barnaskóli fyrir
Vestur-Landeyjar og var kennari Krist-
ín Skúladóttir, stjúpa Magneu.
I Hemlu var rekinn hefðbundinn
búskapur af niyndarbrag undir styrkri
stjórn Magneu og Ólafs, fyrirmyndar
búskapur eins og þar hafði tíðkast
ávallt áður. Ólafur var hesta- og tamn-
ingamaður góður, átti tíðast margt
hrossa og hafa hestar frá Hemlu verið
af góðu kunnir um land allt. Magnea
hafði gaman af hestum og tók virkan
þátt í hestaumsýslu bónda síns eins og
aðstæður leyfðu.
Magnea tók virkan þátt í félags-
málum og var gerð að heiðursfélaga í
Kvf. Bergþóru á 50 ára afmæli þess.
í Hemlu bjuggu Magnea og Ólafur
til ársins 1995 eða samtals í 39 ár. Fyrir
nokkrum árum tók heilsu Magneu að
hnigna og í marsmánuði s.l. var greind-
ur hjá henni sá sjúkdómur sem leiddi
hana til dauða, lungnakrabbamein.
Síðustu tvö árin bjó hún í skjóli Ragn-
hildar dóttur sinnar og Sæmundar
tengdasonar síns þar sem henni var
sinnt af alúð og nærfærni.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi hinn 28. sept. s.l. eftir langvar-
andi veikindi. Utför hennar var gerð frá
Breiðabólstaðarkirkju 10. okt.1998.
Sr. Önundur S. Björnsson á
Breiðabólsstað
-314-