Goðasteinn - 01.09.1999, Page 320
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
hann að stofnun nýs íþróttafélags, sam-
einaðra félaga í Landeyjum, Fljótshlíð
og Hvolsvelli, íþróttafélagsins Dímon,
sem hafði sína aðstöðu til íþróttaiðkana
í Iþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.
I mars 1995 greindist Olafur með
þann sjúkdóm sem hann barðist við
með fjölskyldu sinni og vinum uns yfir
lauk á Landspítalann, þar sem hann
andaðist 18. apríl 1998. Minningar-
athöfn fór fram í Iþróttamiðstöðinni á
Hvolsvelli 25. apríl og útför fór fram
sama dag frá Asólfsskálakirkju.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
Ólafur Guðjónsson í
Vesturholtura
Olafur Guðjónsson fæddist í
Rifshalakoti 5. apríl 1918. Foreldrar
hans voru Margrét Guðmundsdóttir og
Guðjón Einarsson, bændur í Rifshala-
koti. Þau eignuðust þrettán börn og tíu
þeirra komust til fullorðinsára. Eftir
lifa nú systurnar tvær og fjórir bræður.
Ólafur ólst upp hjá fjölskyldu sinni
í Rifshalakoti við leik og störf. For-
eldrar hans skildu þegar hann var 13
ára og heimilið leystist upp. Ólafur fór
að Lindarbæ, næsta bæ við Rifshalakot.
Frá Lindarbæ fór hann til sjós. Þegar
hann fór á vertíð í Vestmannaeyjum
urðu kaflaskipti í lífi hans. Hann var
þar hjá Guðmundi Einarssyni föður-
bróður sínum og var nú aftur kominn
til sinna. Sonur Guðmundar var Jón
sem bjó í Páls-Nýjabæ í Þykkvabæ
með konu sinni Sigurbjörgu Ingvars-
dóttur. Ólafur fór til Jóns og þeir bund-
ust ævilangri vináttu.
í Þykkvabæ kynntist Ólafur konu
sinni Önnu Markúsdóttur frá Dísukoti.
Þau hófu búskap í Vesturholtum 1941
og keyptu jörðina með Guðna Gests-
syni frá Mel og konu hans Vigdísi Páls-
dóttur. Þeir Ólafur og Guðni voru báðir
miklir hagleiksmenn og unnu saman að
smíðum, fóru víða og höfðu gleði af
starfi sínu og samstarfi. Anna og Ólaf-
ur keyptu svo hluta Guðna og Vigdísar
og Ólafur byggði ný hús í Vestur-
holtum sem hann bæði teiknaði og
smíðaði. Ólafur var líka hagur á járn og
vann við rörlagnir og vélaviðgerðir,
bæði fyrir sjálfan sig og granna sína.
Anna og Ólafur giftust 12. desem-
ber 1942. Hjónaband þeirra varð langt
og farsælt. Þau eignuðust átta börn.
Þau eru Sigrún, Margrét, Óskar, Guð-
jóna, Armann, Svanhildur, Anna Ólöf
og Hulda Katrín. Anna eignaðist son-
inn Sigmar Karl Óskarsson áður en þau
Ólafur hittust.
Ólafur vildi vanda uppeldi barna
sinna, vera þeim fyrirmynd ineð eigin
lífi og kenna þeim það sem hann hafði
sjálfur lært, vandvirkni og trúmennsku.
Hann var strangur uppalandi en hrósaði
-318-