Goðasteinn - 01.09.1999, Side 321
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
jafnan fyrir það sem vel var gert. Hann
vildi skila afkomendum sínum betri
jörð og búskap og hafa þau með í ráð-
um. Hann efndi til funda við eldhús-
borðið og fól þeim stundum bústörfin
og fór sjálfur til sjós eða fjalla til að
vinna við virkjanirnar. Það var bæði
gert til að afla tekna fyrir stórt heimilið
og til tilbreytingar og gleði þeirra allra.
Olafur var náttúrubarn og naut fjalla-
ferða og sjósóknar, veiðimaður fram í
fingurgóma. Hann veiddi sel í Þjórsá,
fisk í sjó, ám og vötnum og fugla og
villt dýr íslenskrar náttúru.
Olafur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Djúpárhrepp. Hann var
hjálpsamur og stórbrotinn dugnaðar-
forkur. Hann var ekki allra en mat sveit
sína og naut hamingju heimilis síns.
Hann var heilsuhraustur til síðustu
stunda og varð bráðkvaddur á heimili
sínu 5. júlí 1998. Hann var jarðsunginn
frá Þykkvabæjarkirkju 11. júlí.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Kirkjuhvolsprestakalli
/
Olafur Hannesson frá
Bjargi, Dvalarheimilinu
Lundi, Hellu
Ólafur var fæddur í Bjóluhjáleigu í
Djúpárhreppi 30. júlí 1903. Foreldrar
hans voru hjónin Kristín Ólafsdóttir frá
Litlu-Tungu og Hannes Jónsson frá
Bjóluhjáleigu, og var Ólafur elstur 6
barna þeirra. Hin voru Guðjón sem er
látinn, því næst Sigurður sem hér var
kvaddur fyrir hálfu ári, síðan Þórður
Óskar sem dó 23ja ára 1933, svo
Sigríður, einnig látin, og yngstur er
Ingólfur seni lifir öll systkini sín,
búsettur á Grund í Reykjavík.
Þau hjón, Kristín og Hannes,
bjuggu í Bjóluhjáleigu fyrsta ár búska-
par síns en fluttust síðan að Litlu-
Tungu þar sem þau bjuggu góðu búi
um tveggja áratuga skeið, frá 1904-
1924, en fluttust þá aftur að Bjóluhjá-
leigu þar sem þau bjuggu í 14 ár. Eftir
það voru þau 1 ár á Selalæk á Rangár-
völlum, en reistu nýbýlið Bjarg úr landi
Ægissíðu árið 1939 og áttu þar síðan
heima. Þau hjón lifðu bæði fram á
gamals aldur og dóu með 6 mánaða
millibili árið 1966.
Ólafur ólst upp við ástríki og festu
í foreldrahúsum, sem var mikið önd-
vegisheimili, og þáði þar gott veganesti
orðheldni og samviskusemi í öllum
greinum. Ungur fór hann til vers suður
með sjó þar sem hann vann í Grindavík
nokkrar vertíðir, og á fyrstu árum
kaupfélagsins Þórs starfaði hann f
pakkhúsi þess á Hellu, og í sláturhúsi
mörg haust. Að öðru leyti var verka-
hringur hans ævilangt bundinn bústörf-
unum heima fyrir, sem hann sinnti af
-319-