Goðasteinn - 01.09.1999, Page 337
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
húsfreyja í Reykjavík, f. 1908, er ein á
lífi þegar þetta er skrifað. Yngstur var
Páll trésmiður í Reykjavík, f. 1910, d.
1994.
Þegar Halldóra var þriggja ára
gömul var henni komið í fóstur til full-
orðinna hjóna, Halldóru Halldórsdóttur
og Páls Finnssonar sem bjuggu í
Saurbæ í Holtum. Eftir þriggja ára dvöl
í Saurbæ dó fóstri hennar, hætti ekkjan
þá að búa og treysti sér ekki til að hafa
Halldóru lengur. Fór hún þá aftur heim
til foreldra sinna þá sex ára gömul.
Vel mundi Halldóra eða Dóra eins
og ég og langflestir kölluðu hana,
þegar hún yfirgaf foreldrahúsin, ósátt
og grátandi og síðan aftur þegar hún
yfirgaf fóstru sína, en þau gömlu hjón-
in höfðu reynst henni vel. Það urðu því
aftur mikil viðbrigði þegar hún kom
heim í fátæktina, en fósturforeldrarnir
voru þokkalega stæðir.
Dóra var aldrei sátt við þessa at-
burði í minningunni og held ég að þeir
hafi sett meira mark á líf hennar en
nokkur gerði sér grein fyrir. Eftir þetta
ólst Dóra upp með foreldrum og syst-
kinum í Nefsholti. Varð hún fljótt dug-
leg og tápmikil. Og uppkomin var hún
fremur há og þrekin, burðarmikil og
sterk meira en í meðallagi. Allt fram á
gamalsaldur var hún óvanalega hand-
sterk. því þrátt fyrir fátækt og skort í
uppvextinum á flestu sem nú þykir
sjálfsagt, náðu þessi systkin góðum
þroska, bæði andlegum og líkamlegum
og urðu flest háöldruð.
Hamhleypa til verka
Dóra var hamhleypa til allra verka,
kappsöm, hugmikil og fylgin sér og
gekk að hverju verki sem gera þurfti,
bæði úti og inni, vinnnuglöð samvisku-
söm og viljug. Karlmannsígildi eins og
sagt var. Eitt lét henni sérstaklega vel
en það var heyvinna á gamla mátann.
þar var hún vissulega í essinu sínu á
þurrkdögum fremst meðal jafningja.
Allt frá níu ára aldri var Dóra lánuð til
snúninga og vinnu tíma og tíma
innansveitar, en var þó að lang mestu
leyti heima. Arið 1922 hættu foreldrar
hennar að búa en Benedikt bróðir
hennar tók við jörðinni. Dóra var þá 17
ára. Fyrsta sumarið var hún kaupakona
hjá bróður sínum en eftir það fer að
losna um hana heima. Gerðist hún þá
vinnukona hingað og þangað meðal
annars á Heiði á Rangárvöllum. En árið
1924 fór hún alfarin frá Nefsholti að
Miðey í Landeyjum. þar var hún til
ársins 1926. Fór þá að Litlu-Tungu í
Holtum. En 1928 fór hún alfarin til
Reykjavíkur og átti þar heinia til
dauðadags, að undanskyldum fáum
árum sem hún átti heima í Hafnarfirði
um 1930.
í Reykjavík
Eftir að Dóra kom til Reykjavíkur
tók hún hverja þá atvinnu sem til féll,
var í vist sem kallað var, vann í fiski og
fleira. En á sumrin dró sveitin hana að
sér og allt fram undir 1940 var hún
kaupakona víða, m.a. hér á Þing-
skálum, á Sandhólaferju og Vötnum í
Ölfusi. Um eða fyrir 1940 fór hún að
vera í Reykjavík í vinnu allt árið, m.a.
hjá Hjalta Lýðssyni og seinna Slátur-
félaginu við sláturgerð. Hjá Harðfisk-
sölunni vann hún og síðast hjá Reyk-
húsinu á Grettisgötu 50.
-335-