Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 338
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Þáttaskil
Þegar Dóra stóð á fimmtugu urðu
þáttaskil í lífi hennar. Hún hætti að
vinna úti og gifti sig vini sínum til all-
margra ára, Pétri Þórðarsyni sjómanni.
Hann var ekkjumaður og átti tvo löngu
uppkomna syni, sem farnir voru að
heiman og búnir að stofna eigin heim-
ili. Eftir giftingu flutti Dóra til Péturs í
húseign hans að Laugavegi 159a. þegar
hér var komið sögu, var Pétur búinn að
vera fimmtíu ár á sjónum, en hætti sjó-
mennsku þegar Dóra og hann giftu sig.
Pétur hafði misst fyrri konu sína frá
kornungum sonum, en alið þá upp með
tengdamóður sinni, sem sá um heimil-
ið. Þegar Dóra kom til hans var gamla
konan enn á lífi, fjörgömul, hélt hún
áfram að vera í heimilinu og hugsaði
Dóra um hana, síðast rúmliggjandi.
Hún dó hjá þeirn árið 1958.
Nú komu góð ár í lífi Dóru,
kannski bestu ár ævi hennar. Eitthvað
ferðuðust þau Pétur, m.a. til Norður-
landa þangað sem þau sigldu með
Gullfossi. Það var henni ógleymanleg
ferð. Upp úr 1966 fór Pétur að missa
heilsuna, varð hann að lokum mikill
sjúklingur og hugsaði Dóra lengst af
um hann heima, þar af nærri tvö ár
rúmliggjandi. Reyndi þetta mjög á þrek
hennar, bæði andlegt og líkamlegt og
var hún lengi að jafna sig eftir það.
Pétur sem var nokkru eldri en Dóra, dó
árið 1971. Eftir lát Péturs keypti Dóra
íbúð að Stórholti 12 og bjó þar til
dauðadags.
Uppáhaldsfrænka
Þegar við systkinin vorum að alast
upp var Dóra einn af þessum föstu
punktum í tilverunni, uppáhaldsfrænka,
enda höfðum við mest af henni að
segja. Mamma og hún voru alla ævi
samrýndar systur og góðar vinkonur,
þó oft væri vík á milli vina. Pabbi og
hún voru líka góðir kunningjar og
spjölluðu oft saman á léttu nótunum.
Eins og áður segir var Dóra hér á
Þingskálum fjögur sumur kaupakona,
þó ekki sumar eftir sumar. Það var fyrir
mitt minni. En eftir að ég fer að muna
eftir mér, dvaldi hún hér alltaf í sumar-
leyfinu, sem þá var um hálfur mánuður.
Eftir að hún giftist lét hún sér nægja að
vera tvær til þrjár nætur, stundum þau
Pétur bæði. En eftir að hún varð ekkja
dvaldi hún ætíð hér á hverju sumri
nokkrar vikur, allt fram á síðustu æviár.
Hún kom oftast seinnipart sumars,
seint í júlí og dvaldi fram í ágúst, var
hér oft um afmælið sitt. A fyrri árum
sínum, ef þurrkur var, gekk hún að
heyskap með heimilisfólkinu og dró
ekki af sér, og alltaf meðan hún gat
greip hún í hrífu, ef þurrt var. Það var
hennar besta skemmtun. Hún rétti líka
mömmu hjálparhönd í bænum og var
alltaf síprjónandi, hún las líka mikið.
Ekki kom hún Dóra tómhent í
sveitina, hún kom alltaf hlaðin pinklum
og pökkum. Kenndi þar margra grasa,
svo sem eitt og annað matarkyns, föt,
lesefni og margt, margt fleira. Oftar en
ekki, sérstaklega á fyrri árum, var sá
matur ekki dags daglega á borðum eða
allt sælgætið. Þetta voru góðir dagar.
Jólasendingarnar hennar Dóru
voru líka ógleymanlegar og voru jafn
árvissar og daginn fór að lengja, því
hún Dóra var ekki aðeins gjafmild eins
og sagt er, heldur stórgjöful. Hún lét
væntumþykju sína oft í ljós með þeim
-336-