Goðasteinn - 01.09.1999, Page 339
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
hætti, en var afar nægjusöm fyrir sjálfa
sig.
Mamma og Dóra
Þær systurnar mamma og Dóra
nýttu sér vel samverustundirnar. Eg sé
þær fyrir mér í eldhúsinu á síðkvöldi í
hlýju ágústhúminu (þær voru ekkert að
hafa fyrir því að kveikja ljós, þó löngu
væri komið rafmagn). Mamma situr á
stólnum sínum við gluggann, Dóra á
koffortinu við eldhúsborðsendann. Þær
eru að spjalla saman og rifja upp at-
burði frá langri ævi. Oft var umræðu-
efnið fólk og viðburðir frá bernsku-
dögum þeirra í Holtunum, sumt sem
þær höfðu lifað sjálfar, annað sem aðrir
höfðu sagt þeim og atburðurinn gerst
jafnvel löngu áður en þær fæddust.
Báðar höfðu gott minni og voru báðar
svo heppnar að fá að halda minninu og
andlegri reisn og þokkalegri líkamlegri
heilsu fram undir það sfðasta.
Stundum kom ég inn í eldhús til
þeirra, tók þátt í samræðunum eða
hlustaði bara á, spurði kannski fyrst af
hverju þær sætu hér í hálfrökkrinu og
kveiktu ekki. Svarið var venjulega það
að þær væru ekki neitt Ijósvant að
vinna. En þó ég væri að þessu suði um
Ijós, kveikti ég þó sjaldnast, ég vildi
ekki rjúfa þessa notalegu stemningu,
það var eins og björt rafljósin trufluðu
mann við að hlusta á nið aldanna. Það
var eins og þau ættu þarna ekki heima.
Þarna fór margur gullmolinn í glat-
kistuna, því flestar þeirra frásagnir eru
gleymdar. Það fer um mig einhver
notaleg hlýja þegar ég hugsa til þessara
löngu liðnu síðsumarkvölda.
Halldóra með tveimur ungum vinum
sínum, Olafi og Jóhanni Pétri
Breiðfjörð. Myndin tekin á Þingskálum
um 1980.
Góð heim að sækja
En það var ekki bara Dóra sem
dvaldi hjá okkur. Við dvöldum líka hjá
henni. Valgeir bróðir minn fór tvítugur
að aldri í vinnu til Reykjavíkur, fyrst í
almenna verkamannavinnu og svo til
fræðistarfa. Dvaldi hann í Reykjavík
haust, vetur og vor framan af ævi, en
heldur skemur á seinni árum. Allt frá
upphafi til þess síðasta var hann í
heimili hjá henni, hafði þar allt sem
með þurfti sem heimilismaður, nærri
fóstursonur. Það var því Dóru mikið
áfall eins og okkur hinum þegar Val-
geir lést snögglega og fyrirvaralaust
um aldur fram í febrúar 1994.
-337-