Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 10
10
hingað; fjekk lausn frá þvi embætti, og varð lektor
við háskólann í Kmhöfn 1848 í norrænu, og sama
ár meðlimur Arna Magnússonar nefndarinnar, enn
1853 prófessor, og 1860 varð hann riddari af dbr.
Kona hans Karen Sophia ekkja (stórkaupmanns
sögð); var hún sistir heitmeijar hans þar áður, er
dó, áður saman irði vígð. Hann er barnlaus með
konu sinni1.
Y.
Bæði þau æfiágrip, sem hjer eru prentuð að
framan, fara mjög stutt ifir æfi Konráðs, eftir það
að hann kom til háskólans, og hvorugt þeirra rekur
æfiferilinn til enda, sem heldur ekki er von, þar sem
þau bæði eru samin löngu áður, enn Konráð dó.
Og þó er það einmitt þessi hinn siðari kafli úr æfi
Konráðs, sem mestu varðar um að vita, því að þá
birjar first hið merkilega lifsstarf hans. Jeg mun
þvf reina að filla lítið eitt uppí það skarð, sem hjer
er í æfiágripin.
Þegar Konráð Gíslason kom til Kaupmanna-
hafnar sumarið 1831, var Baldvin Einarsson lang-
fremstur í fiokki hinna ungu íslendinga. Hann hafði
þá um nokkur ár gefið út ársritið »Ármann á al-
1) Jón Borglirðingur hefur góðfúslega látið mjer í tje
útdrátt úr riti eftir ffísla Konráðsson, þar sem hann minnist
á Konráð. Kemur það heim við það, sem hjer segir, enn
segir greinilegar frá ímsu, t. d. að Gísli hali haft Konráð með
sjer suður í lestaferð sumarið 1824,1G ára gamlan, og látið Sehev-
ing reina kunnáttu hans. Þar segir og, að sá maður, sem
Konráð var í skiprúmi hjá á vetrarvertíðinni 1826 haíi verið
Bjami nokkur á Straumi, og enn fremur, að Konráð haii
dvalið eitt sumar hjá Magnúsi Stephónsen konferensráði í
Yiðei, áður enn hann fór utan.