Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 70
70
ef Konráði hefði auðnast að fullgjöra hana, því að
Guðbrandur stóð langt á baki hans í vandvirkni og
í þeirri hinni vísind alegu málfrœðisþekkingu, semþarf
til að semja orðabók, — jeg segi þetta alls ekki í
því skini að jeg vilji gera litið úr Guðbrandi eða
skerða þá virðingu, sem hann í sannleika á skilið.
Og það er að minsta kosti óhætt að fullirða, að Cleas-
by á sjálfur engan staf í orðabókinni, og að sínis-
horn þau, sem prentuð eru í formála orðabókarinnar
og eignuð Cleasby, eru öll frumsamin af Konráði,
þó að þau sjeu prentuð eftir afskriftum með liendi
Cleasbys. Cleasby má eiga það, að hann borgaði
Konráði skilvíslega, það sem hann átti að hafa eftir
samningnum, og síndi honum góðvild, þegar hann
var sjúkur í augum1. Enn enginn getur annað sagt,
enn að hann hafl fengið fult endurgjald firir það,
sem hann ljet út, í því, sem Konráð vann firir hann,
og aldrei mundi Cleasby, ef hann hefði lifað, hafa
gert sig sekan í eins hróplegu vanþakklæti og þeir
gerðu, sem rituðu formálann firir orðabókinni eftir
lát Cleasbys, því að þeir drótta því að Konráði og
öðrum Islendingum, sem að orðabókinni unnu, að
þeir hafi haft Cleasby firir fjeþúfu og lítið gert, og
reina þannig eftir fremsta megni að svívirða þann
mann, sem mest hafði unnið að undirbúningi orða-
bókarinnar. Og svo smásmuglegir eru höfundar for-
málans, að þeir láta jafnvel prenta viðurkenningar
frá Konráði firir peningum þeim, sem hann hefur
tekið á móti af Cleasby, líklega til að sína, hversu
vel Cleasby hafi staðið í skilum við hann, og láta
menn halda, að ekkert hafi í móti komið frá Kon-
ráðs hálfu. Það var sárt firir Konráð að sjá annan
1) Icel.-Engl. Dict. xcvii. bls.