Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 106
106
Nátttröllið vill, eins og nærri má geta, trylla stúlk-
una og ná barninu, og segir:
»Fögur Jiykir mjer liönd þín1,
snör mín er snarpa og dillidó*.
Þá segir hún:
»Aldrei hefur hún saur sópað,
Ariminn, Kári, og korriró«.
Þá segir nátttröllið:
sFagur þykir mjer fótur þinn« o. s. frv.
Þá segir hún:
»Aldrei hefur hann saur troðið« o. s. frv.
Þá segir nátttröllið:
sFagurt þykir mjer auga þitt« o. s. frv.
Þá segir hún:
»Aldrei hefur það illt sjeð« o. s. frv.
Þetta gekk þangað til dagur ljómaði og stúlkan sagði:
»Stattu og vertu að steini,
engum þó að meini,
Ári minn, Kári, og korriró«.
Að eins það, að auga barnsins hafði aldrei illt sjeð,
höndin aldrei saur sópað, fóturinn aldrei saur troðið,
— að eins það erorsökin til þess, að nátttröllið get-
ur ekki náð barninu, eða unnið stúlkunni mein.
Ekkert annað vopn en þetta hafði stúlkan til að
beita gegn nátttröllinu, en það var líka það, sem
dugði. Það er kraptur hreinleikans og sakleysisins,
sem nátttröllið fær eigi sigrað. Það er þessi krapt-
1) Eins og sagan kemur fyrir í ísl. þjóðsögum, lítur
jafnvel svo út, sem orð nátttröllsins: »Fögur þykir mjer
hönd þín«, o. s. frv. eigi við stúlkuna, en jeg heíi ávallt
heyrt. að þau orð sjeu töluð til barnsins, enda virðist það
eðlilegra, að þetta fullkomna sakleysi og hreinleikur, sem átt
ér við í svari stúlkunnar, eigi heima hjá barninu en stúlk-
unni.