Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 221
221
-Wn síðari er eintóm afleiðíng af hinni fyrri, eðr
•endrtekníng hennar í gagnhverfðri mynd.
9. Málsgreinir þær er nú heflr lýst verið era
kallaðar ósamsettar og einnig skiloröslausar máls-
greinir. En nú er mesti fjöldi til af samsettum
málsgreinum á ýmsa vegu; en rökfræðinni heyrir
naumast að geta nema um tvo flokka þeirra. í
■öðrum flokki þessum eru efmœltar eðr skilyrtar máls-
greinir, en í hinum þær hinar eðmœltu eðr fleirrœðu
málsgreinir. Skilyrta málsgreinin er tvöföld eðr
réttara tvíliðuð málsgrein, samtengd þannig, að eigi
:skilyrðið sér stað, á einnig hið skilyrta sér stað.
Dæmi: ,Komi samferðamaðr minn, leggjum við upp
á morgun'; ,eg fer í kaupstaðinn á mánudaginn,
nema vont sé veðr'. Oftar en sjaldnar má snúa
málsgreinum þessum í ósamsettar skilorðslausar máls-
greinir, svo sem: ,Eg fer að heiman á morgun með
samferðamanni mínum, en samferðamannslauss geri
eg það eigi'; ,í vondu veðri fer eg eigi í kaupstað
á mánudaginn, en í fullgóðu veðri fer eg það'. I
skilyrtum málsgreinum eru skilorðstengíngarnar ,ef‘,
,nema‘ settar við skilorðsliðinn, eðr þá önnur þau
orðtök túngu vorrar eru viðhöfð, er sömu skilorðs-
merkíng hafa.
10. Fleirræðar málsgreinir eru fleirliðaðar, og
skjóta orðunum ,eðr', ,annaðhvort—eðr' inn svo oít
sem vera skal milli umsagníngs og umsagnarliðanna,
svo sem: ,Jón er heima eðr við sjó', ,hvert húsþakið
verðr ódýrast: torfþakið, tréþakið, spónþakið, hellu-
þakið eðr járnþakið?' Umsagnirnar eru nú svo
margar sem liðir málsgreinarinnar eru margir til.
En hið einkennilega við þessar málsgreinir er það,
að eigi er bent á það með einu orði hverr umsagn-