Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 234
284
i trúarefnum eru mótmælendr'. ,Allir Danir tala
dönsku'; en það gera fleiri en Danir. ,Allir gáfu-
menn hafa stóran heila'. Þessari málsgrein getum
vér allra sízt snúið þannig við: ,allar verundir (skepn-
ur) er hafa stóran heila eru gáfumenn', með því að
fleiri verundir en gáfumennirnir hafa það sameigin-
lega einkenni eðr þá sameigind að hafa stóran heila.
19. Efmæltar eðr skilyrtar málsgreinir.
Efmœltar og eðmœltar málsgreinir heita brigði-
legar og ófullvissar málsgreinir, til aðreiníngar frá
þeim fernskonar málsgreinum, er fyrr eru taldar, og
ýmist eru nefndar óbrigðilegar, fullvissar eðr þá skil-
orðslausar, og heita þá bæði hinar efmæltu og eð-
mæltu málsgreinir skilyrtar málsgreinir einu nafni.
En þó er aftr ger )r sá munr á, að hinar efmæltu
málsgreinir einar eru nefndar skilyrtar öðru nafni,
en hinar eðmæltu feirrœðar. Annars eru efmæltar
og eðmæltar málsgreinir í raun réttri öllu skyldari
en virðast má í fljótu bragði. Efmælt málsgrein er
tvöföld eðr hefir tvo liðu, er annarr þeirra skilvrðið
eðr orsökin hinn er hið skilyrta eðr afleiðíngin.
Dæmi: ,Ef veðrið verðr gott á morgun, svo fereg‘.
I málsgrein þessari liggr sú merkíng fólgin: ,Veðrið
skal ráða ferð minni og ferðaleysi; verði það gott,
svo fer eg, verði það eigi gott, svo fer eg hvergi'.
Veðrið er skilyrðið, ferðin er hið skilyrta. Nú er
tvent til, annaðhvort kemr skilyrðið eðr það kemr
eigifram; komi skilyrðið fram, svo mun og hið skil-
yrta koma fram, ella væri skilyrðið engin gild or-
sök. Rætist nú eigi hið skilyrta, mun skilyrðið eigi
hafa átt sér stað, einmitt af hinni sömu ástæðu sem
fyrr, að ella væri skilyrðið engin gild orsök. En
sé nú skilyrðíð engin gild orsök, getr málsgreinin
eigi heitið upphaflega sönn, eðr þó eigi fullsönn. Af