Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 242
242
hinn skýrir sérstaklega frá starfsemi hans í þeirri
grein, sem hann er bezt fær til að dæma um o. s.
frv.1 Á þennan hátt getur hver einstök grein orðið
vel af hendi leyst og hver einstakur, sem ritað er
um, náð rétti sínum. Engin æflsaga má vera lengri
en 16 bls. og ekki nema hinna allra merkustu.
Ritsafn þetta nær frá árinu 1000 til þessa dags, að
því er danska menn snertir, en jafnframt eru teknir
í það norskir menn á tímabilinu frá 1537 til 1814,
að Noregur skildist frá Danmörku og íslenzkir mena
frá því um 1537 til þessa dags.
I formálanum framan við fyrsta bindið er tekið
fram, hve þess konar ritsöfn séu nauðsynleg og hve
ómissandi stuðningsrit þau séu fyrir sögu hvers.
lands, og getur víst engum, sem ber nokkurt skyn-
bragð á slíkt blandast hugur um það, enda hafa nú
allar menntaðar þjóðir eitthvert svipað ritsafn á sínu
máli, nema vér Islendingar, og það lítur út fyrir,
að slíkt fyrirtæki eigi nokkuð langt í land hjá oss,
bæði sakir mótspyrnu þeirra manna, er ekki hafa
neina hugmynd um, hve slík ritsöfn eru þýðingar-
mikil, og sakir hins mikla styrks af almannafé, er
slíkt fyrirtæki hlyti að fá, ef því ætti að verða
framgengt. Það er engan veginn nóg, þótt nokkrir
merkismenn vorir hafi fengið »að komast á hornið«
í þessu danska ritsafni, því að bæði eru þeir ærið
fáir, sem þessi vegur hefur hlotnazt, og þar að auki
eru æflágrip þeirra rituð af dönskum mönnum frá
dönsku sjónarmiði, og þess vegna fremur óáreiðan-
1) Þessari reglu um ákveðib verksvib flvers höfundar
hefur þó ekki verið nákvæmlega fylgt, ab því er norska
menn snertir, og engan veginn að því er Islendinga snertir,
þar eð að eins einn maður hefur ritað um þá flesta, sem
síðar mun sagt verða.