Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 147
147
brennisóley eða túnsóley. Hún vex á hverju túni á
öllu landinu og skreytir þau með hinum stóru, gulu
blómum sínum. Almenningur kallar vanalega að eins
blómið sjálft sóley, en ekki plöntuna í heild sinni, og
tekur yfirhöfuð ekkert eptir því, hvernig plantan er,
sem þessi »sóley« vex á. Þegar betur er aðgætt,
sjest, að blómið eða »sóleyjan« er vaxin á mjóan,
grænan legg. Þessi blómleggur er annaðhvort aðal-
stöngull plöntunnar og vex þá beinlínis upp af rót-
inni, eða hann er ein af greinum aðalstöngulsins.
Kippi maður plöntunni upp, kemur rótin í ljós. Megin-
rótin, sem er áframhald af stönglinum, er dökk eða
móleit, stutt og snubbótt fyrir endann, og ganga út
frá henni rótstönglar á alla vegu. A stönglinum
niður við rótina eru eitt eða fleiri græn blöð; þau
eru fest við stöngulinn með alllöngum legg eða
stilk; neðsti hluti stilksins er flatur og lykur eins óg
slíður um stöngulinn. Blaðkan sjálf er hjer um bil
5-köntuð, 1—2 þuml. að þvermáli og með mörgum
misstórum skerðingum, er skipta henni í smærri
óreglulega lagaðar blöðkur eða flipa. Ofar á stöngl-
inum eru fleiri samskonar blöð, en vanalega eru
þau nokkuð öðruvísi að lögun og aldrei eins stilk-
löng; þau sem hæst standa eða næst blóminu eru
nálega ætíð stilklaus og blaðkan ávallt minni og
ófullkomnari. Við nánari eptirtekt sjáum vjer líka,
að plantan er alsett fínum hárum og því meira eða
minna loðin.
Vjer höfum nú í flýti skoðað aðallíkamshluta
sóleyjarplöntunnar: stöngul, rót, blöð og hdr, og þessa
4 aðalhluta hafa allar hinar æðri plöntur, þó þeir
sjeu mjög breytilegir að lögun, líkt eins og hin æðri
dýr hafa höfuð, bol, útlimi ogflest hár eða einhvers-
konar hármyndanir. — En nú skulum vjer nákvæm-
10«