Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 41
41
legum málum og leiðbeina dómum manna um þau,
eftir því sem kostur er á«. Uppruni þessa fjelags
hefur hingað til verið hulin nokkurri þoku, enn jeg
hef verið svo heppinn að komast yíir skjöl nokkur,
sem skíra greinilega frá þessu atriði, og af því að
það er í sjálfu sjer merkilegt og stendur í nánu sam-
bandivið sögu Fjölnis, sem hjer er umtalsefnið, mun
jeg gera grein firir því í stuttu máli.
Vorið 1840 stofnuðu landar í Kaupmannahöfn
fjelag til að halda áfram Fjölni og vóru Fjölnismenn
þeir, sem þá vóru í Höfn, Brinjólfur og Konráð, for-
göngumenn þess — Jónas var þá heima á Islandi.
Varð lítið úr framkvæmdum þess um sumarið, því
að ímsir af fjelagsmönnum íóru þá heim. Enn um
haustið bauð Brinjólfur Pjetursson Jóni Sigurðssini að
ganga í fjelagið. Jóni líkaði ekki að öllu leiti stefna fje-
lagsins, enn gekk þó í það, af því að hann sá engan annan
veg til að koma út riti, og svo hafði hann von um,
að sjer mundi takast að breita stefnu fjelagsins í þá
átt, sem hann vildi. Hann studdi fjelagið eftir megni
með því að útvega því níja fjelaga, og urðu fjelags-
menn alls 12. Tómas Sæmundsson hafði sent fjelag-
inu ritgjörð um verslun á Islandi til prentunar, þá
hina sömu, sem prentuð er i »Þrem ritgjörðum« Khöfn
1841; var ákveðið að prenta hana, og var að því
komið, að Jón Sigurðsson tæki við henni til að hafa
hana til stirktar til nírrar ritgjörðar um verslunina.
Fjelagið hafði engin skrifuð lög, enn að eins einhverj-
ar munnlégar samþiktir. Var nú farið að ræðalögin
og vóru þeir Brinjólfur Pjetursson, Jón Sigurðsson
og Eggert Briem, síðar síslumaður, kosnir í nefndtil
að semja þau. Varð þá mestur ágreiningur um nafnið
á ritinu. Vildi Brinjólfur firir hvern mun, að það
hjeti Fjölnir, enn hinir nefndarmennirnir vóru á móti