Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 29
29
má heita, að rímurnar hafl haldið rjettu höfði
síðan. Að því leiti hafa áhrif ritgjörðarinnar orðið
jafnvel meiri, enn höfundur hennar ætlaðist til. Þvi
hefur verið haldið frain, og það jafnvel í nílega út-
komnu vísindalegu riti, að Jónas hafi ráðist á rím-
urnar og viljað gera þær rækar úr íslenskum kveð-
skap, enn það virðist vera misskilnmgur. Jónas
ræðst ekki á rímurnar, heldur á galla þá, sem ó-
neitanlega vóru á þeim, og hann vill endurbæta þær,
enn alls ekkí útríma þeim. A það benda til dæmis
reglur þær, sem Jónas gefur rímnaskáldunum um
meðferð efnisins í ritgjörð sinni á 22. bls., og hvergi
kemur það fram í ritgjörðinni, að Jónas vilji gera
rímur óalandi og óferjandi, ef þær væru vel kveðn-
ar. Og þó að Jónas segi í Hulduljóðum:
»leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fillir nú breiða bigð með aumlegt þvaður;
bragðdaufa rímu þilur vesall maður«,
þá sannar það ekki annað enn það, sem menn vissu
áður, að hann áleit rímurnar, eins og þœr vóru
Jcreðnar d hans dögum, vera drepandi firir fegurðar-
tilfinning og skáldskaparsmekk alþíðu. Að þessu
hafa bæAi áhangendur og mótmælendur Jónasar ekki
gætt nógsamlega að minni higgju. Mörgum hefur
þótt Jónas fara of illa með Sigurð, og er það satt,
að því leiti sem Jónas virðist hafa verið blindur
firir kostum hans. Enn engan hef jeg sjeð hrekja
með röksemdum, það sem Jónas átelur hjá Sigurði.
Það sannar ekkert, þó því sje kastað fram, sem þar
að auki ekki er satt nú orðið, að kvæði Jónasar
sjálfs sjeu ekki vinsælli af alþíðu enn kvæði Sig-
urðar. Það er og alveg tilhæfulaust að skoða Sig-
urð sem nokkurs konar pislarvott, sem goldið hafi
þeirra ifirsjóna og ávirðinga, sem aðrir rímna höf-