Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 175
175
þeirra lokið. Duptfestan og stafurinn visna sömu-
leiðis og frjóhnúðurinn eða egghirzlan, sem eggin
voru falin í, ummyndast á ýmsan hátt við fræþrosk-
unina og kallast nú frœhirzla. Hinn ummyndaði
frjóhuúður, eða fræhirzlan með hinum þroskuðu
fræjum, kallast einu nafni ávöxtur. Þegar ávöxtur-
inn er orðrnn fullþroskaður, þá annaðhvort losnar
hann frá móðurplöntunni og fellur í heilu lagi til
jarðar, eða hann opnar sig, og fræin falla út úr
fræhirzlunni. Hjer skulum við nema staðar að
sinni; en næst ættum vjer að athuga nákvæmar á-
vöxtinn og fræið.
I ofanrituðum línum hef jeg reynt að skýra frá,
hvernig hin kynslega æxlun blómplantnanna fer frarn,
og til þess að þetta gæti orðið skiljanlegt, varð jeg
að lýsa byggingu blómsins eða þeirra líffæra, er að
einhverju leyti vinna að æxluninni. Þó mjer sjálf-
sagt ekki hafi tekizt þetta svo vel, sem skyldi, þá
vona jeg samt, að hver skynsamur maður, sem les.
þetta með athygli, og skoðar jafnframt nákvæmlega
þær plöntur og blóm, er jeg hef bent á, geti skilið
og numið til fulls það, sem hjer er um að ræða.
Þeir aptur á móti, sem ekki hafa við hendina
plöntur þær, er jeg sjerstaklega hef tekið til athug-
unar, hafa lítið gagn af að lesa þessar línur; en
þessar plöntur eru alstaðar á landinu auðfengnár. —
Allt náttúrufræðisnám, öll náttúrufræðsla, sem ekki
styðst við skoðun á sjálfri náttúrunni, er fánýt og
lítils virði. Sá sem vill fræða menn um náttúrufræð-
isleg efni, verður að leióa þá út í sjálfa náttúruna
og kenna þeim að taka eptir og skoða það, sem
þar ber fyrir augu þeirra. — Jeg hef orðið að mynda
allmörg ný orð, því málið er sárfátækt af gras-