Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 22
22
Af frumsömdu ritgjörðunum í 1. ári Fjölnis kveð-
ur langmest að Brjefi Tómasar Sæmundssonar frá
íslandi 48.—94. bls.). í firri hluta brjefsins er skemti-
leg frásögn um ferð höfundarins heim til íslands frá
Kaupmannahöfn sumarið 1834, enn í síðari hlutanum
kennir margra grasa. Þar minnist höfundurinn á
ímislegt, sem honum þikir ábótavant, eða heldur,
að miðað geti til framfara. Hann talar um þilskipa-
veiðar, verslun, Reikjavíkurbæ og kaupstaði á ís-
landi, skólamál, bókmentir, stjórn landsins, nitsemi
frjálsrar stjórnarskipunar, ferðalög á íslandi ogímsa
ósiði, sem tiðkist í ferðalögum, framfarir í búnaði,
kæruleisi landsmanna um móðurmál sitt og að lok-
um um siðferði landsmanna. Það sem tekið er fram
frá almennu sjónarmiði í formálanum um stefnu tíma-
ritsins, sínir sig hjer í einstökum atriðum. í hinum
næstu árgöngum Fjölnis eru siðan altaf eftirmæli
hins umliðna árs eftir Tómas; skírir hann þar frá
helstu viðburðum, sem gerst hafi á árinu, og bendir
til þess, sem betur mætti fara í mjög mörgum grein-
um; einkum lúta þessar greinir Tómasar að atvinnu-
vegum landsins, sveitabúskap og sjávarútveg, versl-
un og ifirhöfuð að verklegum framkvæmdum, enn í
þeim eru líka mjög athugaverðar bendingar um hið
andlega ástand og mentalíf þjóðarinnar1, ritdómar
1) Meðal annars má geta þess, að Tómasi gramdist mjög,
að menn skildu cflitja burt úr landinu, það sem helst á hjer
heima og flesta gæti hingað dregið, enn það eru alls konar
menjar hinna fomu tímannai. Hann leggur til, að menn
«haldi því öllu saman, sem mannaverk em á frá umliðna
tímanum, hverju nafni sem heitir, og láti það vera í áreiðan-
legri geimslu, annaðhvort við skólann eða bókasafnið í Reikja-
vík, því varla er nokkur sá hlutur, ef hann hefur á sjer elli-
merki, að ekki sje mikils metinn, þegar fram líða stundir og
vjer förum hetur að skinja, hvílík nauðsin er á að kunna góð