Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 86
86
hann í þakklátu hjarta til dauðadags* 1. Þessi trigð
hans náði einnig til skinlausra kvikinda, sem hon-
um þótti vænt um. Þannig skrifar hann mjer 5.
nóv. 1885. »Nú er jeg búinn að missa annan hund-
inn minn, sem jeg sakna mikið og mjer þótti meira
í varið enn þúsund þúsunda af guðníðingum«. Litlu
síðar misti hann einnig hinn hundinn, og þá skrifar
hann í brjefi til mín, dags. 2. jan. 1886: »28. des-
ember mistijegseinasta vin minníKaupmannahöfn«,
og síðar í sama brjefl: »Síðan 28. desember árið
sem leið (1885) er mjer fallinn allur ketill í eld«,
og enn síðar: »Síðan 28. des. 1885 hef jeg ekkert
getað gert, 12-/i. 85«. Trigð sinnivið islenskunahjelt
hann og til dauðadags, og hann gat orðið frá sjer
numinn af gremju, ef hann sá henni misboðið, og
honum þótti sú kinslóð sem nú lifir misbjóða henni
í mörgu. Jeg get ekki bundist þess að tilfæra um
þetta efni kafla úr brjefi Konráðs til mín, dagsettu
9. janúar 1885, þvi að hann lísir svo vel höfundin-
um.
»Osköp þætti mjervænt um, ef þjer vilduðtaka
að iður (— »að taka iður af« mundi vera íslenskan
núna!!!) kvennvæflu, sem hefur verið sæmilegur
kvennmaður á unga aldri, enn nú er orðinn púta,
og hefur »f . . . . ós« eða er að minsta kosti danósa.
Og í brjeli, dags. 21. ágúst 1886 segir hann: »Jeg þakka þjer
hjartanlega kveðjusending sjera Stefáns. »Des todes hand
sohlug meine brúder«, og nú eru ekki margir á lííi; — atli
Islendingar fari ekki bráðum að segja i lííi! — af skóiabræðr-
um minum (Pjetur biskup, sjera Stefán, sjera Sigurður á Út-
skálum, sjera Jón Austmann? Eggert Briem??).
1) í brjeíi til mín, dags. 10. júlí 1885 segir Konráð meðal
annars: »13. þ. m., afmœlisdag Hallgrims Schevings, ætla
jeg að birja maltdrikkju mjer til heilsubótar. Hátíð er til
heilla best«.