Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 210
210
afstaða' eðr ,stærðarlaust sæfi', og að ,stryk‘ sé
,breiddarlaust far depils'. Mannlegt vit kemst
sumstaðar upp undir upptökin og uppspretturnar, en
eigi lengra enn sem komið er.
6. Vísindamennirnir leitast við nú á dögum að
rekja frændsemi hlutanna sem lengst að verða má;
þeir leita upp ættarmótið og kynfæra þar til er þeir
fengið hafa sem fæst og þá jafnframt sem umtaks-
mest kyn verundanna. En af því leiðir, svo sem
fyrr er ávikið, að ummerkíngarnar verða fyrst svo
magrar og að síðustu ómögulegar. Fyrir því íinna
menn að það er eigi einhlítt að rekja kyn og ættir
upp eftir að langfeðgatali, heldr er og nauðsynlegt
að telja knérunnum eðr telja ofan eftir að lang-
niðjatali. En það er með öðrum orðum: að deila kyn
í kynþætti, ætt i ættkvíslir, flokk í hópa, eðr þá
kyn í tegundir sínar. Þetta er á sálfræðismáli: þá
er sameinnin búið hefir til of víðtækar heildir, kemr
greindin til og hlutar þær í deildir. En það er
engan veginn vandalaust að rekja svo kyn í þáttu
(tegundir), að kynþættirnir verði hvorki of taldir né
vantaldir og að enginn þeirra flækist í annan. Vér
greinum, til dæmis, jfólkstalið' í ,karla, konur, kvænta,
börn, hjú' og enn fremr í ,blindínga, daufdumba,
sveitarómaga'. Nú vitum vér að ,fólkstalið‘ er ,kynið'
og að það greinist alveg í ,kynþættina' ,karlar og
konur'; verða þá umfram ,kvæntir, börn, hjú, blind-
íngar, daufdumbir og sveitarþjarfar', með þvi að
allir þessir hópar eru kynkvíslir (tegundir) af kyn-
þáttunum ,karlar og konur‘. Vér getum nú komizt
hjá oftalníngu hér með því að tilgreina, að af ,körl-
um og konum 'eðr þá af hvorjum þeirra sé svo og svo
margir ,kvæntir, börn, lijú' o. s. frv. Ef vér eigum
að telja upp öll áburðardýr, og teljum eingöngu