Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 287
287
að láta hetju ráða sjálfura sér bana »út af elli og
vondum draumum«. Á Þýzkalandi komu út tvær
þýðingar af sjónleikabrotum hans, og Þjóðverjar
kváðu hann hafa endurskapað enskan skáldskap (!).
William Herbert nokkur fékkst mikið við ís-
lenzkan skáldskap og gaf þrisvar út þýðingar eptir
sig, 1806, 1815 og 1822 (Horæ Scandicæ, Select
Icelandic Poetry). Einn af vinum hans, hið ágæta
skáld Walter Savage Landor, orti drápu í »ottave
rime«, sem hann kallaði »Gunlaug and Helga«.
Herbert hafði þýtt fyrir hann sögu Gunnlaugs orms-
tungu og eptir henni orti hann kvæðið, sem kom
út 1805. Það er kröptuglega ort, haglega og fagur-
lega smíðað, en Landor var of bundinn á grískan
og rómverskan bás til þess, að hinar þungu og
þagmælsku ástir i þessari sögu gætu lifnað við
undir höndum hans. Samtíðamenn Shakespeares,
leikritahöfundarnir Ford, Webster og Marlowe, hafa
lýst líkum ástum, en Landor var svo reglubundinn
listamaður, að hann gætir þess mest, að hvorki sé
of né van, og hleypir ekki neinum ástarofsa að,
blæs ekki ástríðum sjálfs sín inn í það, sem hann
yrkir, eins og leikritahöfundarnir á dögum Elíza-
betar drottningar. Árið 1805 komu líka Sólarljóð
út á ensku eptir Beresford.
IV. Walter Scott.
Scott hefur skapað þá grein af bókmenntum
nítjándu aldarinnar, sem skarar fram úr öllum skáld-
sögum í því formi, sem hún nú er í. En hann hef-
ur lært margt af sögum vorum. Þannig eiga sög-
urnar þátt í bóklifl nítjándu aldarinnar, og Scott er
liðurinn, sem tengir þær við skáldsögurnar, eins og
þær eru á vorum dögum.