Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Qupperneq 275
275
lögur, ef. lagar); endzt 1222 f. enzí; lá 2317 f. lág
(lá er á sjó, en lág á landi). Enn fremur er orð-
myndin hvorutveggja (ef. flt.) X16 röng í stað hvorra-
tveggju (eða hvorratveggja). Samkvæmt því, sem
kennt er í lærða skólanum, ritar útgeí. hreifa 16021,
1654, 1661 o. s. frv., annara 7n og annari 683; en
af því að jeg álít þetta ekki rjett, vil jeg benda á
það, án þess að leggja útgef. það til lasts. Hið
rjetta er að rita hreyfa, eins og finnst í fornritunum
(sbr. á norsku röyva hjá Ásen), annarra og annarri,
því að beygingarendingin er -ra og -ri. Það er í raun-
inni jafnrangt að rita annara og annari eins og ef
menn færu að rita góða, stóra f. góðra, stórra og
góði, stóri f. góðri, stórri, þvi að beygingarendingin
er í öllum orðunum hin sama, þótt slíkt heyrist ekki
ætíð skýrt t framburði.
A bls. 163—166 er lesmálskafíi, sem á að vera
með fornri stafsetning og er það líka að mestu leyti.
En úr því að svo er, þá átti i þessum kafla alls.
staðar að halda hinni fornu rjettritun, því að það
er mjög leiðinlegt að sjá nýrri orðmyndir við hliðina
á setningum eins og: »ek em af góðom ættom komin«
o. s. frv. Þessa hefir útgef. ekki gætt nógu vand-
lega, og ritar þannig t. d.: þjer 1632, hjet 1641, nje
1659, mjer 1659,12, sje 16518 o. s. frv. fyrir þér, hét,
né, mér, sé o. s. frv.; óveður 1658 f. óveðr; lifði 1652S
f. lifða, spáð 1609 f. spát; þið 1664 f. þit o. s. frv.
Það er nú reyndar svo, að öll þessi orð eru þannig
ritin í bók þeirri, sem kaflinn er tekinn upp úr, en
í því er lítil málsbót fyrir útgef., þvt hann átti eins
hjer sem annars staðar að leiðrjetta stafsetninguna,
og segist líka í formálanum hafa »leiðrjett hana
nokkuð« á þessum kafla, en hann hefði átt að gera
meira; hann hefði átt að leiðrjetta hana alveg.
18*