Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 131
131
þing þessi eru haldin á, þá er sú trú almennust, að
þau sje haldin á jónsmessunótt, eða Valborgarnótt
(Walpurgisnacht) þ. e. aðfaranótt 1. maí. Þangað
ríða þá allar fordæður gandreið ásamt »frú Holda« og
allskonar illvættum. Hjer kemur frú Iíolda í staðinn
fyrir Freyju, eins og fordæðurnar koma í staðinn
fyrir valkyrjurnar. En aðalleiðtogi, meistari og
fræðari fordæðanna er þó sjálfur djöfullinn; hann
kemur hjer í staðinn fyrir Oðinn, hinn forna galdra-
föður1. Þegar á þingstaðinn kemur, er kölski þar
fyrir. Stígur hann þá i prjedikunarstól, sem þar
er reistur, og setur þingið með ræðu. Hann minnir
fordæðurnar á ætlunarverk þeirra, að vinna sem
mest illt, og kveðst vona að þær taki sjer fram í
því á næstkomanda ári. Síðan verða allar fordæð-
urnar að gjöra honum grein fyrir því, hve mikið
illt þær hafi afrekað á næstliðnu ári. Þær, sem lítið
geta talið upp af illverkum, verða fyrir strangri refs-
ingu, en hinar fá verðlaun, vanalega smjör eða pen-
inga. Ymislegt fieira er gjört á þessu þingi. Sams
konar trú er hjer á landi um »ga/dramessurnar«;
þannig er sagt, að galdramessur hafi verið haldnar
í Valakirkju í Ingólfsfjalli2.
Um loptfarir, gandreiðir og hamfarir fordæða og
fjölkynngiskvenna er opt talað í fornsögum vorum.
Sumar fjölkynngiskonur voru það, sem riðu mönnum
eins konar gandreið; þær voru kallaðar kveldriður,
en þeir sem fyrir slíku urðu, voru kallaðir tröllriðnir,
1) Sama sýna sögurnar nm svartaskóla.
2) Naf'nib »Tröllcikirkja« sýnist mjer eigi með öllu ólík-
legt að sje af sama toga spunnið, þótt því sje eignaður annar
uppruni í Isl, Þjóðsögum. Fordæður og fjölkynngismenn
voru opt kallaðir tröll, eins og alls konar illþýði og illvættir;
því er og fjölkynngi uefnd tröllskapur.
9*