Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 112
112
þrennt, þvi að annars taki djöfullinn neglurnar, og hafi
þær i náskipið, — þar sem hann minnist á þessa
trú, segirhann, að hún sje leifar af hinni fornu sögn
um skipið Naglfar, en bætir því við, að þetta sjeu
nálega hinar einu leifar, er hann viti til að loði eptir
af goðasögnunum hjer á landi. Það er næstum und-
arlegt, að slíkur fræðimaður, sem Jón Arnason, skyldi
ekki skilja’ þjóðsagnirnar og þjóðfrúna betur en þetta;
en það sýnir að eins það, hversu lítinn gaum flestir hafa
gefið, til skamms tíma, að skyldleika og uppruna
sagnanna. Enn í dag er þó til fjöldi af sögnum og
þjóðtrúarhugmyndum, sem einmitt eiga rót sína að
rekja til goðasagnanna og hinnar fornu norrænu
trúar. Ymsar sagnir eru algengar enn í dag, sem
auðsjáanlega hafa fengið talsvert af innihaldi sínu
úr goðasögnunum. Þannig er t. d. sagan »Malaðu
hvorki malt nje salt« (ísl. Þjóðs. II, 9) auðsjáanlega
komin af sögunni um kvörnina Grotta. í Noregi er
og til sams konar saga »Kværnen, som staaer og
maler paa Havsens Bund« (smb. Asbjörnsen og J.
Moe: Norske Folkeeventyr. Christiania 1852, bls.
311). Sagan um Mærþöll, sem grætur gullinu, á
auðsjáanlega rót sína að rekja til sagnarinnar um
Freyju. Nafnið Mœrþöll bendir ennfremur á sam-
band við Freyju, því að Mærþöll hefur hjer breytzt úr
Mardöll, sem er eitt af nöfnum Freyju. Vísan:
»Komi, komi Mærþöll,
komi mín vina,
komi ljósa mær
á lynggötu;
jeg á gull að gjalda
en gráta ekki má«,
minnir ennfremur talsvert á upphafið á Hyndluljóð-
um: