Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 35
35
á móti skáldskap og vísindum«, af þvi að þeir sjálfir
»vaða á bæxlunum gegnum vísindin og gleipa hug-
mindirnar eins búnar og þær verða á vegi firir þeim,
og þá vill stundum svo óheppilega til, að hugmindin
sjálf skreppur í burtu, svo ekki er eftir annað enn
danski búningurinn, og þá er ekki kin, þó það fari
stundum óhönduglega að koma honum í íslenskan
búning«. »Svona er því varið hjer eins og annars-
staðar«, segir hann, »illur ræðari kennir árinni« ...
»íslendingar þurfa að kunna íslensku, og þá vonar
mig að dugi — þá vonar mig hver og einn sanni, að
klaufadómur þjóðleisingjanna er ekki sjálfu málefn-
inu að kenna«. »Við heimtum af íslenskunni, að
hún sje íslenska, og annaðhvort standi í stað eða
taki framförum. Við kúgum engan, heldur biðjum
við og setjum íirir sjónir. Við finnum, að hin íslenska
tunga er sameign okkar allra saman, og við flnnum,
að hún er það besta, sem við eigum; þess vegna
biðjum við meðeigendur okkar að skemma hana ekki
firir okkur«. Ef við legðum niður íslenskuna og
tækjum upp dönsku í staðinn, »hvað irðum við þá
annað enn brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem
hefði reint að murka úr sjer lífið, enn ekki tekist
það nema til liálfs? Hvað irði úr okkur, segi jeg
enn og aftur, utan fáráð afturganga (eða svo sem
því sætir), enn ekki lifandi þjóð?« Ætli íslendingar
sumir hverjir hefðu ekki enn í dag gott af að hug-
leiða sumt af þvi, sem hjer segir?—»Saganaf Áma-
birni og mjer« í 2. ári Fjölnis er ekki eftir Koriráð,
heldur eftir Kristján, síðar amtmann, Kristjánsson;.
svo hefur Hannes Hafstein sagt mjer eftir Konráði
sjálfum. Sagan er samsett af bögumælum og dönsku-
slettum, tíndum úr Sunnanpóstinum.
Árið 1839 varð sú breiting á Fjölni, að hann
3*