Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 115
115
mey kemur 1 staðinn fyrir Freyju og Frigg1. Hjer á
landi er síundum talað um fjóra veðurengla, þ. e.
engla, sem ráða fyrir veðrum, eins og kemur t. d.
fram í vísu einni, sem jeg heyrði á Vestfjörðum:
»Voldugir drottins veðurenglar fjórir,
höldum veiti hœgan hyr,
hef jeg þess aldrei beðið fyr«.
Það má teija vist, að þessir veðurenglar sjeu leifar
af hinni fornu trú um dvergana, Austra, Vestra, Norðra
og Suðra. I heiðnum dómi voru viss dýr og vissar
plöntur helgaðar vissum guðum, og mátti svo nota
þær til ýmsra töfrabragða, eptir því hverjum guði
þær voru helgaðar. En þegar kristni kom, voru
þessar plöntur og dýr helguð ýmsum helgum mönn-
um, en þau hjeldu undrakrapti sínum jafnt eptir sem
áður, en voru þá látin fá hann frá þeim dýrðling,
er þau voru helguð. Sumar plöntur eða dýr, sem
helgaðar voru heiðnum guðum, og höfðu því helgan
krapt, urðu aptur vanheilög, og kraptur þeirra var
eignaður illum öndum. Þannig var t. a. m. reynir-
inn, sem í fornöld var helgaður Þór, álitinn van-
heilagur, og kraptur hans var látinn eiga kvn sitt
að rekja til illra anda:
»Bölvaður reynir segja sje,
sem er þó eitthvert hezta trje«.
Segir Eggert Ólafsson. Aptur kemur reynirinn stund-
um fram í þjóðtrúnni sem heilagt trje; hann hefur
1) Freyju og Frigg er opt blandað saman í þjóðtrúnni,
enda er guðdómur beggja þessara gyðja svo líkur (smb. J.
Grimm: Deutsche Mythologie II, 27G). Freyja var ástargyðja,
en það var einnig heitið á Frigg til ásta, og sjerstaklega var
hún verndargyðja hjúskaparins. Á það, að Frigg er einnig
ástagyðja, bendir að líkindum nafnið »friggjargras« á brönu-
grösunum, en brönugrösin eru hvervetna í þjóðtrúnni, hæði á
Norðurlöndum og á Þýzkalandi, talin ástagrös.
8*