Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 265
266
un, sem blöðin hafa í þessu efni, hafa tímaritin ekki,
að minnsta kosti sum þeirra. Þau geta aflað sjer
ritdóma frá þeim mönnum, sem vit hafa á, ef þau
eru sjer út um það. En ritstjórn þeirra verður þá
að gera gangskörað því, og ekki sitjameð hendurn-
ar í vösunum þangað til einhver af sjálfsdáðum býð-
ur eitthvað fram, því það er alls óvíst, að þeir bjóði
sjálfkrafa, sem bezt eru færir. Bæði blöð og tíma-
rit ættu að heimta, að kostnaðarmenn bóka sendu
þeim eintak af öllu, sem út kemur, og senda svo
hverja bók til þess, sem færastur er álitinn íhverri
grein, með áskorun um að rita um hana. Og þetta
ætti að gera, hvort sem bókin væri góð eða ijeleg,
því að því að eins verður því aptrað, að illgresið út-
breiðist, að alþýðu sje bent á það. En auðvitað verða
tímaritin mestmegnis að gefa sig við betri bókunum;
en segja verður á þeimbæði kost og löst, til þess að
hvetja menn til að vanda bókagerðina sem mest.
Af þvi jeg tel óvíst, hvort aðrir verði til að rita
um bók þá, sem getið er í yfirskript þessara lína,
en jeg sjálfur hins vegar álit útgáfu hennar hið
mesta nauðsynjaverk, þá vildi jeg stuttlega láta
uppi álit mitt um hana. Utgefandinn heflr með út-
gáfu hennar haft tvennt fyrir augum. Fyrst og
fremst að gefa út bók, þar sem finna mætti sýnis-
horn af ritum allra vorra beztu höfunda á þessari
öld. Að þessu leyti er bókin jafnt ætluð útlendum
sem innlendum. Vjer höfum reyndar áður átt slíka
bók að því er kvæðin snertir, þar sem »Snót« er,
sem margir hafa haft bæði gagn og gaman af, en
bæði vantar þar alveg sýnishorn af því, sem ritað
hefir verið í óbundnu máli, enda er fyrirkomulagið á
þeirri bók miður heppilegt og þar ægir saman kvæð-
um frá öllum öldum. I þessari bók er niðurskipunin