Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 24
24
Þéim mun meira rita þeir Jónas og Konráð.
Jónas skrifar i flrsta ári Fjölnis ágæta alþíðlega
grein náttúrufræðislegs efnis (»um eðli og uppruna
jarðarinnar®1) og aðra »Af eðlisháttum fiskanna® í
öðru ári ritsins, þíðing eftir Cuvier2. Jafnframt reindu
þeirJónas og Konráð að örva fegurðartilfinning landa
sinna með því að þíða firir þá kafla úr ritum þeirra út-
lendra skálda, sem þeim þóttu einna fremst, og völdu
þeir til þess kafla úr »Reisebilder« eftir Heine og
æfintíri eftir Tieck. Kaflinn úr Heine stendur aft-
ast í Reisebilder, og er skrifaður rjett eftir stjórnar-
biltinguna frönsku 1830, og lísir undir rós í sárbeittu,
nöpru skopi gremju skáldsins ifir því, að »ættjörðin
hans, hin ástkæra þíska þjóð«, skuli vera hneppt í
þrældóm, og von hans um, að sól frelsisins muni
bráðum renna upp firir henni, því að morgunroð-
inn ljómi þegar — í vestri, þ. e. ifir Frakklandi. Það,
að þeir fjelagar völdu einmitt þennan kafla úr ritum
Heine’s til að þíða, sínir, að þeirvildu, að bjarmann
af júlíbiltingunni á Frakklandi legði eigi að eins til
Þískalands, sem Heine ræðir um, heldur og heim til
Islands, og að það er mikið hæft í því, sem Hannes
Hafstein gefur í skin3, að Fjölnishreifinghi hafi að
nokkru leiti átt rót sína að rekja til þessarar stjórn-
arbiltingar. I lika stefnu ganga kaflar tveir, sem
þíddir eru úr Lamennais, »Paroles d’un croyant« í
1. ári Fjölnis4. Síðari kaflinn endar á þessum orð-
1) Fjölnir 1. ár iaS5, 99.—129. bls.
2) Fjölnir 2. Ar 1836, II, 3.—14. bls.
3) Jónas Hallgrímsson: Ljóömæli og önnur rit, Kböfn
1883. YIH. bls.
4) Þaö er óvist, hvor þeirra, Konráð eöa Brinjólfur, hef-
nr þítt þessa kafla. A hiö siðara bendir þaö, aö þessi þíð-
ing er ekki talin með ritum Konráðs í Erslevs Forfatterlexi-