Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 34
34
Eitt af því, sem Fjölnir setti sem sitt helsta mark
og mið, var að bjóða lesendum sínum gott og fagurt
mál. Lííið og sálin í þessari stefnu Fjölnis var vafa-
laust frá upphafi Konráð Gíslason. Að visu var
annar af útgefendunum, Jónas Hallgrímsson, gæddur
frábærri tilfinningu firir hreinu og lipru máli, enn
bæði mun Konráð hafa haft mikil og góð áhrif á
Jónas í því efni, og svo hafði Konráð einn af út-
gefendunum málfrœðislega þekking samfara hinni
skörpustu dómgreind og næmustu tilfinningu firir því,
hvað væri rjett mál, ómengað og fagurt. Það mun
varla neinn efi geta á því leikið, að Konráð hafi
lesið ifir allar þær ritgjörðir, sem í Fjölni komu, og
lagað á þeim orðfærið, þar sem honum þótti þurfa,
enda hefur aldrei, hvorki fir nje siðar, komið út
neitt timarit á íslensku með jafnvönduðu orðfæri
eins og Fjölnir, og bar hann í því langt af öllum
samtiða ritum, að undanskilinni þíðingu Sveinbjarnar
Egilssonar á Odyssevsdrápu. I þessa sömu stefnu
— að hreinsa og bæta málið — gengur ræða Konráðs
um islenskuna. sem prentuð er í 4. ári Fjölnisk
Hann ræðst þar með beiskri gremju á þá menn, »sem
halda að einu gildi, hvernig þeir fara með íslenskuna
og bæta hana og staga með bjöguðum dönskuslettum
í orðum og talsháttum, greinum og greinarskipan —
af einberri heimsku og fákunnáttu«, ræðst á »gol-
þorskana með eintrjáningssálirnar«, sem segja, að
íslenskan sje »ósveigjanleg og óhæfileg til að taka
þeirra Konráðs og Sveinbjarnar. Jeg hef þar eignað Svein-
bimi hina umræddu grein í Sunnanpóstinum, þó meb nokkr-
um efa, af því að mjer þótti orðfærið á henni ólíkt Svein-
hirni enn líkara Ama Helgasini (sjá neðanmálsgreinina.
s. st.).
1) Fjölnir 4. ár 1838, 1,19.-28. bls.