Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 246
24G
orði í »Illustreret dansk Litteraturhistorie«. í æfi-
ágripi Magnúsar, er hér ræðir um, finnst mér, að
hefði mátt geta þess, að honum var veitt Hólma-
prestakall 1839, er hann afsalaði sér og að það var
því í annað skipti, er hann sótti um prestsembætti
og var veitt það (Stokkseyrarprestakall) 1856.
Þegar vér lítum á skrána hér á undan, sjáum
vér fljótt, að valið er gjört nokkuð af handahófi og
að ýmsum er sleppt, sem vér fyllilega gátum von-
azt eptir, að yrðu teknir í safn þetta, að minnsta
kosti með jafnmiklum rétti og t. d. Jón sýslumaður
Arnason og enda Vigfús Erichsen, sem vér myndum
trauðla hafa saknað, þótt vér alls ekki teljum að
því, að þeir hafi verið teknir, þar eð vér vildum
gjarnan sjá sem flest íslenzk nöfn í þessu safni, en
þegar þessir og nokkrir aðrir látnir mcnn, litlu merk-
ari eru taldir, gætu fleiri komizt að, sem eru engu
ómerkari. Eg vil t. d. nefna þá: síra Pétur Einars-
son (bróður Marteins biskups) síra Árna Arnórsson
í Hítardal, síra Þorkel Arngrímsson (föður Jóns
biskups Vídalíns) síra Jón Erlendsson í Villingaholti,
Jón prófast Arason í Vatnsfirði, síra Jón Daðason í
Arnarbæli, Magnús Arason kaptein (og jafnvel síra
Þorleif 'bróður hans), Stefán prófast Einarsson í
Laufási, Ásgeir Einarsson á Þingeyrum, Guðmund
prófast Einarsson á Breiðabólsstað o. m. fl., er oflangt
yrði að telja1. Að Sigurður Breiðfjörð er talinn i
1) Hefði einhver íslendingur unnið að ritsaíni þessu í
stað dr. Kaalunds, mundi hann auk þessara einnig hafa nefnt
‘Torfa Erlendsson (föður Þormóðar), lögmennina: Magnús
Björnsson og Sigurð Björnsson, Hallgrim prófast Eldjárnsson,
Boga í Hrappsey og Boga á Staðarfelli, Jakob prófast Ama-
son, sýslumennina: Gunnlaug Briem, Þórð Björnsson i
Garði og Björn Blöndal í Hvammi; Ara lækni Arason á
Elugumýri o. s. frv.