Studia Islandica - 01.06.1976, Page 42
40
Samkvæmt þessari skiplingu verða söguhetjur nú flokk-
aðar í stéttir á skrá IV. 1 36 bókum eru söguhetjur úr fleiri
en einni stétt og tala persóna verður í skránni hærri en
fjöldi bókanna sem því nemur (195:159).
Skrá IV, þjö8félagsstaSa, stétt áSalpersóna og helstu auka-
persóna
stétt 1. bl. b. 3 dr.b. st.b. alls 3
2. 5 18 15 38
3. 5 36 23 64
4. 3 19 7 29
5. 1 1 2
óljóst 3 32 10 45
flutn. milli stétta 3 7 4 14
alls 23 113 59 195
Eins og geta mátti nærri eru 1. og 5. stétt sjaldgæfastar
meðal aðalpersóna í bókunum. 5. stétt kemur þó oftar fyr-
ir en fram kemur á skránni, eins og nánar verður fjallað
um í 5.2 í sambandi við flutninga milli stétta. Og auðvitað
eru margar aukapersómn- úr 5. stétt, sem ekki koma fram
á skránni, þ. e. a. s. einkum óreiðumennimir, sem ung-
lingarnir eltast við uppi um fjöll og firnindi.
Nú verður fjallað nánar mn hverja stétt fyrir sig.
Þrjár bækur í hópnum, allar um söguhetjur af báðum
kynjum 104, 108 og 111, eru um kóngaböm, aðallega
kóngsdætur. I þeim sögum einum koma fulltrúar 1. stéttar
fyrir sem aðalpersónur, en kóngsdóttir er aukapersóna í
223. I tveimur af sögunum koma fulltrúar annarra stétta
mikið við sögu, synir auðugs bónda í 108 og gæsasmali í
111.