Studia Islandica - 01.06.1976, Page 93
91
varðar stöðu kvenna og karla eru bamabækur þessa tíma-
bils mun íhaldssamari og hefðbundnari en ástandið í þjóð-
lífinu gefur tilefni til. Bækin- sem endurútgefnar voru á
þessum árum eru síst íhaldsamari hlutfallslega að þessu
leyá en nýjar bækirr. Ekki er einungis að fáar konur vinni
önnur störf en heimilisstörf, heldur em störfin, sem þessar
örfáu konur vinna, gerð afar fráhrindandi og óskemmtileg
í bókunum, og virðist þar oft koma fram afstaða höfunda
til vinnu kvenna utan heimilis.
Hér ganga bókmenntir ekki fram fyrir skjöldu sem
vekjandi afl né grípa höfundar þær hugmyndir, sem liggja
í lofánu, og búa þær í orð. Einmitt á þessum áratug em
að hefjast miklar rökræður um jafnrétti karla og kvenna
víða í heiminum og þeir stramnar berast fljótlega hingað
til lands. Það má þó segja rithöfundum til réttlæángar,
að umræður um stöðu kvenna urðu sjaldan almennar eða
heitar hér á landi frá því að konur fengu kosningarétt og
þangað til eftir 1970. Það verður því einkar forvitnilegt
að fylgjast með þróun þessara viðhorfa í barnabókum 8.
áratugarins.
Aðeins einn bókaflokkur sker sig veralega úr hvað varð-
ar hugmyndir um stöðu og verksvið konunnar, bækurnar
um Ásgeir Hansen efár Stefán .Tónsson (208, 269 og 283),
og fer vel á að minnast á þær i lok þessa kafla. Þó verður
að benda á að kynhlutverk eru hefðbundin þar. Móðir Ás-
geirs vinnur að vísu xiti, en hún á heldur engan eiginmann.
Það er fyrst og fremst sem stéttvis kona, kvenréttinda-
kona og jafnaðarmaður, sem hún brýtur hefðina á eftir-
minnilegan hátt. Fyrsta bókin um Ásgeir, Börn eru besta
fólk, kom út þegar árið 1961. Hin sérkennilega móðurgerð
Stefáns Jónssonar hafði ekki enn liaft sjáanleg áhrif á aðra
höfunda í lok tímabilsins.