Studia Islandica - 01.06.1976, Side 114
112
deilt sé á einstaklinga, sem með völd fara og jafnvel á ein-
stakar gerðir yfirvaldanna, kemur það ekkert nálægt upp-
sprettunni, kerfinu sjálfu.
Bamabækur sinna þjóðfélagslegum málefmun litið, á
hvaða sviði sem er, eins og þegar hefur komið í ljós í rit-
gerðinni. Ekki er minnst á Alþingi og alþingismenn. 1
einni sögu er minnst á borgarstjórnarkosningar nokkuð
rækilega. Það er þegar móðir Ásgeirs Hansens býður sig
fram í Vetur í Vindheimmn (283). Þá er einnig fjallað
um pólitísk skrif dagblaða, árásir á pólitíska andstæðinga
og þess háttar. Annars þykja stjómmál ekki við hæfi bama
og ekki minnst á hvernig fólk geti náð rétti sínum í þjóð-
félaginu. Um rétt barna og unglinga sem einstaklinga er
lítið fjallað, þeim er ekki bent á að þau eigi sinn rétt.
Þau eiga að vera þæg og hlýðin, þá gengtu- þeim allt í
haginn.
15 UPPELDISHUGSJÓNIR, SIÐFRÆÐILEGAR
TILHNEIGINGAR
15.0 Hafa höfundar barnabóka ákveðin uppeldisleg
markmið í huga? Vilja þeir fræða lesendur sína? Vilja
þeir vekja þá til umhugsunar um eitt eða annað sem aflaga
fer? Eða vilja þeir eingöngu skemmta þeim?
1 bókinni Litteratursociologiske essays ræðir Sven Moll-
er Kristensen um þrenns konar tilgang bókmennta.1) 1
fyrsta lagi talar hann um að lesendur fái í bóktun stað-
festingu á skoðunum sínum, þær styrkja hann í trú og
hefð og veita hontun öryggi. Þetta mætti kalla staðfestu-
bókmenntir („konfirmativ“ bókmenntir). I öðm lagi talar
hann um mótandi (,,formativ“) bækur, þær sem vekja til
dáða, tjá breytingar og nýjan skilning. í þriðja lagi nefnir
1 Kristensen, Sven Moller: Litteratursociologiske essays, Kobenhavn
1970, bls. 39—46.