Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 13
11
Það er deginum ljósara, að fræðimenn standa illa að vígi við
rannsóknir sínar og hvimleiðar staðreyndir tala sínu máli.
Hver er uppruni sagnanna? Að hve miklu leyti eru þær sköp-
un munnmæla og arfsagna eða höfundarverk? Menn hafa ó-
ljósar hugmyndir um, hvar þær voru saman settar og í hverju
skyni. Voru þær samdar af leikum eða lærðum og hvað hratt
ritun þeirra af stað? Höfundar eru ónafngreindir, og við erum
ekki mjög fróð um, hvenær og hvar sögurnar voru hafðar um
hönd. Eigi er fullkunnugt um, hvenær sagnaritun hófst né
hvenær stakar sögur voru í letur færðar, enda þótt blómaskeið
fornsagnanna sé vafalaust 13. og 14. öldin. íslendingasögurn-
ar eru bókmenntir. Fátt vitnar skýrar um þekkingarskortinn á
bókmenntalegum forsendum sagnanna en sú tíðkanlega að-
ferð að flokka þær eftir sögustöðvum, og í nýlegri heildarút-
gáfu er þeim skipað eftir stafrófsröð líkt og mannanöfnum í
símaskrá. Eigi er talið kleift að hafa hliðsjón af aldri eða ein-
kennum sagna.
Margar íslendingasögur hafa farið forgörðum, en eigi að
síður eru þrír til fjórir tugir varðveittir. Sögurnar eru samdar
á löngum tíma við breytta innlenda samfélagshætti og að-
streymi erlendrar tískumenningar. Fortakslaust má gera ráð
fyrir, að höfundar hafi haft misjafnt í huga með sköpun
þeirra. Það er höfuðatriði. Menn hafa skilið samtíð sína í ljósi
sögunnar og horft um leið til framtíðar.
Fróðleikur og skemmtun eru sýnilegustu þættir fornsagn-
anna, en ásetningur höfunda takmarkast ekki við þá. Fesend-
ur mega hvorki láta forn vísindi, gamansemi né umbúnað
frœðilega, þar sem jafnvel sálgreiningu er beitt,félagslega eða virða þær fyrir
sér frá þjóðsagnarlegu sjónarmiði, og loks nefnir Jónas þá afstöðu, þegar
aðaláherslan er lögð á samsetningu sagnanna. Sjálfur gerir Jónas grein fyrir
skoðun sinni m.a. með þessum orðum: „Since the sagas were history, based
on oral tales, the authors did not have a free hand as artists.“ Þessi orð standa
nær hugmyndum sagnfestu um uppruna íslendingasagna en bókfestu, sem
(að minnsta kosti að nafninu til) hélt eindregið fram hlut höfundar í sköpun
sagnanna. Þessi ummæli Jónasar virðast fela í sér, að hlutur höfundar sé fyrir
borð borinn. Hann sé nánast skrásetjari. Sjá „The Roots of the Sagas“, 183-
200.