Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 29
27
Ég efa ekki, að klerkar hafi oft býsna gaman af vígaferlum, en
stundum er þeim mikið niðri fyrir. Ummæli Björns eru
skemmtilegt dæmi um, hversu fræðimenn hafa verið fráhverf-
ir þeim kosti, að Heiðarvígasaga kynni að rista djúpt og klerk-
ur ætti sitthvað vantalað við samtíð sína.
Af nánari kynnum mínum við Heiðarvígasögu rann smám
saman upp fyrir mér, að hún væri ekki öll, þar sem hún var
séð, og hún væri hugsanlega undir niðri atlaga að stanslausum
mannvígum, sem tíðkuðust á upplausnartímum þjóðveldis-
ins. Þessi hugsun hefur orðið mér leiðsögutilgáta.
Heiðarvígasögu verður ekki með góðu móti skipað á bás
með helstu tegundum íslendingasagna, ævisögum, ættarsög-
um eða héraðssögum. Að formi til sýnist hún einkum eiga
samleið með Brennu-Nj álssögu.1 Heiðarvígasaga segir frá tíð-
indum, sem ekki eru bundin við eitt hérað, heldur gerist hún í
þremur landshlutum, á Snæfellsnesi, í Húnaþingi og Borgar-
firði. í annan stað eru þeir Víga-Styrr og Barði hvorki hvor
annars ættmenni né sveitungar og hafa aldrei átt neitt saman
að sælda. Þrátt fyrir þessa aðgreiningu söguhetjanna leikur
enginn vafi á, að um eina sögu sé að ræða með óslitinni at-
burðafléttu. Sögunni svipar til Njálu að gerð, þótt söguhelm-
ingar hennar, Gunnarssaga og Njálssaga, séu á hinn bóginn
miklu samofnari söguheild en Heiðarvígasaga, eins og Einar
Ólafur Sveinsson rakti rækilega í doktorsriti sínu Um Njálu.
Þess skal getið, að bæði varðveisla og bygging Heiðarvíga-
sögu hafa valdið því, að hún hefur verið nefnd ýmsum
nöfnum: Víga-Styrs saga, Víga-Barða saga, Saga afVíga-Styr
og Heiðarvígum, Víga-Styrs saga og Heiðarvíga. í skinnbók-
arbroti Heiðarvígasögu kemur „Heiðarvíg“ fyrir í eintölu:
„Fjórtán menn skyldu útan fara, þeir sem verit hpfðu at Heið-
arvígi.“2 Samkvæmt þessu ætti sagan að heita Heiðarvígs-
saga? Nafnið Heiðarvígasaga er hins vegar sótt til Eyr-
1 R. Heinzel: Beschreibung der islandischen Saga, 9-10.
2 Hvs., 317.
'i 1 o • •
Sigurður Nordal: Hvs., cxxvii nmáls. — Heiðarvíga saga (Kálund), xii. —
Islandica l, XXIV, XXXVIII.