Studia Islandica - 01.06.1993, Side 71
69
dælu og Njálu.1 Mér þykir hlýða, eins og mál eru vaxin, að
fara nokkrum almennum orðum um frýju, og leita ég að venju
fanga til Laxdælu sökum skyldleika sagnanna.
Þegar Guðrún Ósvífursdóttir hefst handa um að hefna
Bolla, bónda síns, heimtar hún sonu sína, Þorleik og Bolla, til
máls við sig í laukagarði sínum:
þar váru breidd niðr línklæði, skyrta ok línbrœkr; þau váru
blóðug mjpk. Þá mælti Guðrún: „Þessi sgmu klæði, er þit sjáið
hér, frýja ykkr fgðurhefnda; nú mun ek ekki hafa hér um mgrg
orð, því at ekki er ván, at þit skipizk af framhvpt orða, ef þit
íhugið ekki við slíkar bendingar ok áminningar.“2
Guðrún talar um tvo þætti eða stig í frýjunni. Annars vegar er
framhvöt orða, þegar eggjunarkonan sparar ekki orðin til að
orka á þá sem eiga að koma hefndinni fram. En þar sem hætt
er við, að menn skipist ekki við orðin ein, þá er hinn vegni á
táknrænan hátt dreginn fram á sjónarsviðið og sýndur með
blóðugum klæðisplöggum sínum eða öðru því, sem minnir
fastlega á hann. Sjón er sögu ríkari. Þennan þátt kallar höf-
undur Laxdælu bendingar og áminningar. Fast á litið er dráp-
ið endurtekið í vitund sona Bolla, því að blóðug klæðin,
skyrta og línbrækur, eru vissulega af honum sjálfum. Svein-
björn Rafnsson hyggur af samanburði við sögu ritningarinnar
af dómaranum Gídeon, að línklæðin merki tvo syni Bolla, en
það kemur trauðla heim við táknmál þessarar lýsingar.3
Að sjálfsögðu auka ýmis atriði þrótt og áhrif brýningarinn-
ar, svo sem sviðsetning, látbragð, geðsveiflur, röð og hrynj-
andi atvika. Frýja Hildigunnar Starkaðardóttur í Njálu er
frábært dæmi um eggjun, enda á hún ekki sinn líka að snilld í
íslenskum bókmenntum. Ekki verður gerð grein fyrir list-
1 R. Heller: Die literarische Darstellung der Frau in der Islándersagas, 98-
122.
2 Laxd., 179.
3 „í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur", 347-350. Sjá til fróðleiks grein
Guðrúnar P. Helgadóttur: „Laukagarðr“, 171-184. —Um framhvöt orða
í ýmsum fornsögum má vísa til Hermanns Pálssonar: Leyndarmál Lax-
dœlu, 31-41.