Studia Islandica - 01.06.1993, Page 207
205
Eiríkur lýsir t.d. orrustunni við Hólm hinn gráa rækilega í smá-
atriðum, í fremur þunglamalegum en áhrifamiklum stíl með
undirstraumi tilkenningar og einstaka athugasemdum frá eigin
brjósti.1
Lýsingin af orrustunni við Hólminn gráa er fyrst og fremst
píslarsaga Sigurðar slembis, þar sem hann þolir í nafni guðs
óheyrilegar pyndingar. Innlend frásagnarhefð og erlent bók-
menntaform fallast í faðma og geta af sér fjölskrúðuga sagna-
ritun, eins og konungasögur draga fram. Þótt sögustíllinn sé
mjög íhaldssamur í eðli sínu, var hann auðvitað breytingum
háður, eins og greina má af yngstu íslendingasögum. Pað ætti
engum að koma á óvart, að í Hryggjarstykki sjást ekki mann-
lýsingar, sem svipar til þeirra lýsinga Heiðarvígasögu, sem
þóttu hugsanlega rekja kyn sitt til riddarasagna. Af þessum
orðum má ráða, að Snorri skapar ekki sögustílinn heldur full-
komnar hann á bókum sínum.2
Sverrissaga með meitluðum frásögnum, orðaskiptum og
ræðum ber auðvitað glöggt vitni þroska sagnalistarinnar í lok
12. aldar á Þingeyrum. Horfur eru á, að Hryggjarstykki,
Sverrissaga og Heiðarvígasaga séu allar til orðnar í Þingeyra-
klaustri eða í námunda við það. Loks má nefna, að elstu ís-
lendingaþættirnir eins og Hreiðars þáttur og Auðunar þáttur
vestfirska, sem að málfari og frásagnarhætti eru sambærilegir
við bestu íslendingasögur, eru ef að líkum lætur ekki miklu
yngri en frá fyrstu árum 13. aldar. Loks sakar ekki að geta
þess, að í biskupasögum, sem gerast í Skálholti og ritaðar eru
um eða laust eftir 1200, er víða hinn prýðilegasti sögustíll. Hef
ég í huga elstu jarteinir heilags Þorláks, Hungurvöku og Páls
sögu biskups.
Höfundur Heiðarvígasögu gat þess vegna með hægu móti
lært stíltök af þessum sögum og þáttum, ef því var til að
1 Um íslenzkar fornsögur, 44; sbr. Sagalitteraturen (Nordisk Kultur
VIII:B),197.
Þróun sögustílsins frá Hryggjarstykki til Snorra mætti í hnotskurn sýna
með fróðlegu dæmi: „Sá maðr er nefndr, er Sigurðr hét.“ (Hryggjarstykki,
þ.e. Morkinskinna) : „Sigurðr er maðr nefndr." (Snorri). Sögustíllinn er
fergður.