Studia Islandica - 01.06.1993, Side 120
118
engin bönd á ójöfnuð sinn, sem snertir flest ef ekki öll svið
mannlegra samskipta.
Það er gömul skoðun, að heiðinn höfðingi hljóti að vera
ójafnaðarmaður, þar sem hann taki sér sjálfræði í hverju máli
til að gæta sóma síns og stöðu. Hefur Walther Gehl nefnt Styr
máli sínu til sönnunar.1 Þessu hefur Theodore M. Andersson
andmælt og telur, að ójöfnuður og höfðingsskapur fari ekki
saman hjá Víga-Styr.2 Hann bendir á, að yfirleitt andi köldu
til ójafnaðarmanna í íslendingasögum og þeir fái makleg
málagjöld. Hvergi sé þetta augljósara en einmitt um Styr, sem
sé manna ógeðfelldastur í Heiðarvígasögu Ég tek undir þetta.
Þegar Styrr heldur uppteknum hætti næstu misseri og þigg-
ur beina á Jörva, eins og ekkert hafi í skorist, þá mælist Þor-
leikur, sem hafði tekið þar við búi, til föðurgjalda Gests:
„Þat virðisk mgnnum, þú hafir fyrir litlar sakar vegit Þóhalla;
stóð hann þér jafnan fyrir kosti, ok vissu allir, at sú sgk, er þú
felldir á hann, var af einfeldni hans, en engri tilverknan; nú eru
hér bQrn hans ung ok munaðarlaus eptir; væri því hgfðingskapr
at hugga þau í ngkkuru.11 Styrr segisk vilja sjá sveininn; er hann
nú leiddr fyrir Styr, ok lízk honum sveinninn smár í augum sér
ok óvænligr til hefnda. Styrr mælti: „Eigi hefi ek bœtt víg mín
hingat til dags, ok verðr þat nú it fyrsta sinn, sem ek þat geri; í
sumar sygðu griðkonur mínar þar vera hrútlamb eitt, grátt at lit,
ullarrýjat, er eigi vildi þrífask; nú sýnisk mér þat rétt á komit, at
sveinn þessi hafi lambit í fyöurgjgldin, en eigi mun hann frekara
af mér fá.“ Þorleikr mælti: „Þetta er hvártki góðmannliga né
hpfðingliga mælt, ok hefða ek annarra orða vænt af þér; er
sveininum lítil huggun í þessum svyrum." Styrr biðr hann at
þegja ok segir, honum muni hentast at skipta sér ekki af þessu;
muni svá hljóta at standa, sem hann mælt hefir. Þorleiki þykkir
ráðligast at fella þessa rœðu.3
Fram kemur, að Styrr hafi vegið Þórhalla „fyrir litlar sakar“,
Þórhalli skilji eftir sig tvö ung börn, og það væri „hpfðing-
1 Gehl: Ruhm und Ehre bei den Nordgermanen, 18.
2 Andersson: „The Displacement of the Heroic Ideal in The Family Sagas“,
575-593.
3 Hvs., 231(JÓ). Sjá Andersson: „The Displacement", 580.