Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 34
32
og gæta sæmdar sinnar með því að vinna á búandkörlum, sem
geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, og skiptir litlu, hvert
sakarefnið er. Bændur og búalið lúta duttlungum ófyrirleit-
inna höfðingja, og alþingi fulltingir valdsmönnum í ójöfnuði
og ofbeldi. Lögleysur, spilling og ódæði draga fram í dagsljós-
ið samfélag í upplausn, þar sem menn bera ábyrgð hvorki fyrir
guði né mönnum. Því meiri grimmd og hryðjuverk, því auð-
særri og nærgöngulli verður friðarþrá manna, og sannast það
í hinni dökku mynd, sem Heiðarvígasaga dregur upp af þjóð-
félaginu. Heimur sögunnar lýsir hinu nakta ofríki Sturlunga-
aldar. Átakanleg saga verður ekki til í tómarúmi, heldur í um-
róti sársaukafullra og miskunnarlausra viðburða.
3. Fræðilegar forsendur
Nú er að því komið að gera nokkra grein fyrir fræðilegum
forsendum þessarar rannsóknar og huga að texta Heiðarvíga-
sögu. Hann á að baki sér einstaka hrakningasögu, sem þegar
hefur verið rakin af ágætum fræðimönnum. Ég rifja því aðeins
upp nokkur meginatriði.1
Á síðara hluta 17. aldar virðist Heiðarvígasaga hafa verið
til einungis á einni skinnbók fornri. Um 1683 komst Jón Egg-
ertsson yfir hana og flutti hana í hendur Svíum. Er þetta
handrit, 18,4to, í vörslu Konungsbókhlöðunnar í Stokkhólmi
og geymir það auk Heiðarvígasögu þrjár aðrar sögur með
misgömlum rithöndum.
Árni Magnússon fékk 1725 léða bókina til þess að skrifa
Heiðarvígasögu upp, en fyrir vangá Svía sendu þeir honum
aðeins fyrstu tólf blöðin, og má ætla, að rithandarskipti hafi
1 Helstu rit um texta Hvs. og um söguna almennt eru þessi: Formáli Kr. Ká-
lunds: Heiðarvíga saga. —Jón Helgason: Jón Ólafssonfrá Grunnavík, 42-
44. —Björn M. Ólsen: Um íslendingasögur, 173-215. — Sigurður Nordal
og Guðni Jónsson: Borgfirðinga .vggur. ÍF III. — Jón Helgason: „Blað
Landsbókasafns úr Heiðarvíga sögu“, 127-135. — Utgáfa Bjarna Einars-
sonar: The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue and three other Sagas. —
Sveinbjörn Rafnsson: „Heimild um Heiðarvíga sögu“, 85-95. —Anders-
son: The Icelandic Family Saga, 142-152.