Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 209
207
Engin kenning hefur orðið jafnáhrifarík í íslenskri bók-
menntasögu og þessi hugmynd Sigurðar Nordals um upphaf
og þróun sagnaritunarinnar. Kennisetningin varð að undir-
stöðu fræðanna og var þeim lengi mikill fjörgjafi, en óneitan-
lega hefur hún í áranna rás sakir kenningarlegs ægivalds
skapara síns orðið nokkur hemill á frekari rannsóknir.1
Einar Ólafur Sveinsson fer í stórum dráttum sömu leiðir í
rannsóknum sínum og Sigurður,2 og ekki er mikill munur á af-
stöðu þeirra til íslendingasagna, þegar á heildina er litið,
hvorki til sköpunar þeirra og aldurs né hugmyndarinnar um
togstreitu vísinda og skemmtunar sem kveikju listar. Líklega
má þó segja, að Einar Ólafur sé yfirleitt hallari undir sagn-
fræðilegar rætur en Sigurður.
Ekki verður um það efast, að sögurnar eigi sér upphaf, ris
og endi sem bókmenntagrein, en þróunarferillinn er sjálfsagt
margslungnari en menn gera sér yfirleitt í hugarlund. Sögu-
legur fróðleikur og skemmtun, sem einnig eru nefnd vísindi
og list, eru ekki í reynd andstæður, og því er hæpið að gera
baráttu þeirra að meginskýringu á þroskasögu sagnagerðar-
innar. Hef ég þegar drepið á þetta í forspjallinu.
Að því er ég best veit, var það Björn M. Ólsen, sem fyrstur
manna vakti máls á því, að sagnaíþróttin í Heiðarvígasögu
hefði verið á bernskuskeiði, þegar hún var saman sett. Vakti
hann athygli á misgengi listarinnar í sögunni. Hann getur þess
til að mynda, að höfundur eða ritari beiti fyrirboðum vitandi
vits til að hafa áhrif á lesendur og auka þannig spennu og eftir-
væntingu, en höfundi farist það stundum óhönduglega og
endurtaki sjálfan sig. Bendir Björn á, að reið Snorra suður til
Borgarfjarðar sé lýst með svipuðum atvikum og för Barða
suður á Hvítársíðu. Manndráp Víga-Styrs séu sögð af lítilli
fjölbreytni og verði fyrir bragðið ívið þreytandi, ólíkt t.d.
1 Sigurður Nordal víkur víða að hugmyndum sínum, svo sem í bók sinni
Snorri Sturluson, 128-160; Egils saga, lxi- lxx; Um íslenzkar fornsögur,
2 136.
Ritunartími Íslendingasagna, 143-160; „íslendingasögur", KLNM VII,
496-513.