Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 123
121
þeim mgrg sár, en verðr ákafliga móðr, því maðrinn var við aldr;
gengr svá ngkkura stund, at þeir sœkja, en vinna hann þó eigi,
ok verða allir móðir. Þá kalla þeir at Styr, at hann komi ok siti
eigi hjá, en seli sik í hættu. Hleypr nú Styrr at, ok skiptask þeir
eigi mprgum hpggum við, áðr Styrr hpggr með 0xi aptan í hpfuð
Þórhalla ok fellir hann þar, ríðr þaðan brott sem skjótast, en
lætr reka alla hestana heim at Hrauni ok ferr leið sína til þings
ok gerir ekki orð á þessu.1
í íslendingasögum má greina nokkuð fastmótað sögumynstur
hetjudauðans, þar sem fjórir helstu frásagnarliðir eru viðvör-
un, aðför, vörn og fall. Hetjan á við liðsmun að etja, verst vel
og drengilega, uns yfir lýkur, og verður hetjulega við dauða
sínum. Má fara nærri um, að samúð höfundar er auðvitað
með hetjunni. Að þessari formgerð falla endalok ýmissa fræg-
ustu kappa fornsagnanna, eins og Gunnars á Hlíðarenda,
Kjartans Ólafssonar, Gísla Súrssonar o.fl.2
Frásagan af dauðdaga Þórhalla fellur mæta vel að þessu
kerfi, en hetjan er ekki Víga-Styrr heldur Þór-
halli. Máli skiptir fyrir framvindu sögunnar, að Víga-Styrr
býr undir Hrauni í Helgafellssveit, en Þórhalli á Jörva í
Flysjuhverfi í Kolbeinsstaðahreppi. Þeir búa ekki í sömu
sveit. Bóndinn Þórhalli, sem leitar undankomu fyrir ofríki
Víga-Styrs, er búinn flestum kostum hetjunnar, þegar á hólm-
inn er komið, og atvikin að falli hans eru svipuð og í öðrum
hetjusögum.
Með Þórhalla er húskarl hans Ingjaldur að nafni, sem er
„betr skyggn en Þórhalli“ og ber kennsl á Víga-Styr í fyrirsát
hans í heiðarbrekkunum. Húskarlinn greinir Þórhalla frá hug-
boði sínu, að Víga-Styrr muni hafa illt í sinni og besta ráðið
væri að forða sér, því að enn mætti takast að ríða undan. Sag-
an minnir mjög á Bjarnar sögu Hítdælakappa, þegar hann fer
til hrossa með smalamanni sínum og bregst við umsátri Þórð-
ar Kolbeinssonar líkt og Þórhalli, sem „segisk aldri skulu svá
1 Hvs., 228-229.
2
Sjá Bjarni Guðnason: „Sögumynstur hetjudauðans“, 97-102. — Sbr. og
Theodore M. Andersson: The Icelandic Family Saga, 16-18,54-57,92-93.