Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 91
89
eykjum Þórs og brúar þannig tvö merkingarsvið.1 Söguhöf-
undur beinir mjög athygli lesenda að gjörðum Þuríðar við
hrap hennar í Saxalæk. Það er engin goðgá að ætla, að í því
felist einnig vísun til Þórs, en eins og kunnugt er, óx honum
ásmegin við að spenna sig megingjörðum. Bæði Þuríður og
Þór missa megin sitt, þegar gjörðum er sprett af.
Fara má nærri um, að margt er afar ólíkt með austurferðum
Þórs og ofanför Þuríðar, eigi að síður er það engin lokleysa að
gera ráð fyrir óbeinum tilvísunum Heiðarvígasögu til al-
þekktra goðsagna, þar sem kristnir menn röktu forneskjuna
til heiðinna goða.
Goðsögulegt ívaf er augljóst í mörgum sögum, m.a. í Eyr-
byggju og Njálu aukinheldur í Sturlungu. Minnisstæð eru orð
Þorbjargar Bjarnardóttur í Reykjaholti við Hvamm-Sturlu,
þegar hún lagði til hans með hnífi og stefndi í augað: „Hví
skal ek eigi gera þik þeim líkastan, er þú vill líkastr vera, —
en þar er Óðinn?“2
Goðsagnir voru mönnum auðvitað innan seilingar bæði í
eldgömlum kvæðum og í lausu máli, eins og Snorra-Edda
vottar, og höfundar 13. aldar gripu stöku sinnum til þeirra ým-
ist í því skyni að vekja spennu eða óhugnað í frásögnum sín-
um með furðum, draumum og fyrirburðum eða til að ófrægja
og minnka fjendur sína. Þannig líkir Sturla Þórðarson í al-
kunnri vísu Gissuri jarli við Óðin, og fræðimenn hafa bent á
nærveru ragnarakahugmynda Völuspár í íslendingasögu
hans.3
Þessa er getið, af því að ég ætla, að sums staðar í mannlýs-
ingum, atvikum og hugmyndum örli á nærveru goðsagna í
1 Svo segir í Ólafs sögu Tryggvasonar: „Skeggi hló þá at ok mælti: „Hvat er
nú, konungr, hefir þú nú vingazk við Þór ok gjprzk nú þegn hans ok þjón-
ostumaðr? Ek hefi sét npkkura konunga ok s?gur af þeim heyrðar, ok hefi
ek yngva frétt af, at nykkurr þeira hafi leitt eykiÞórs, ok því sýnisk mér sem
þú hafir mikit hlýðnimark við hann gert ok þik undirokat hans þjónostu ok
annarra guða várra.“ Sjá Flat. I, 321 (stafsetning samræmd).
Sturiu saga. Sturlunga saga I, 109.
íslensk bókmenntasaga I, 316 og áfr. Glendinning: „The Dreams in Sturla
Þórðarson’s íslendingasaga“, 128-148.