Studia Islandica - 01.06.1993, Side 169
167
sína til hlutanna.1 Það er algengt að vekja óhugnað með því
að beita fyrir sig ýmiss konar táknmáli, svo sem blóði, eldi,
myrkri, ófreskjum eða óveðri.2 Mest kveður að þessu við
fyrirburði, drauma og sýnir, sem leiða lesandann til huliðs-
heima og dýpra skilnings á rökum tilverunnar. Slíkum teikn-
um er Víga-Styrr umleikinn við dauða sinn, og fer þar að sjálf-
sögðu mest fyrir ógnunum myrkurs og kulda, sem draga fram
rangeðli skepnunnar, þ.e. alls hins skapaða. Fýsi höfund á
hinn bóginn að leggja áherslu á hið náttúrulega eða æskilega
ástand hlutanna, kemur hann að því, sem vekur unað, svo
sem veðurblíðu, friðsæld eða mönnum að daglegum störfum.
Þegar Höskuldur Hvítanessgoði er veginn, gengur hann
fáklæddur til vinnu og sáir korni í blíðskaparveðri að upp-
rennandi sól. Sviðslýsingin hnykkir á illvirkinu. Það er ekki
einungis Höskuldur, sem er saklaus af lífi tekinn, heldur er
líka flekkaður hreinleiki sköpunarverksins. Fyrir slíkan glæp
er refsingin þung og mönnum varpað í eld brennanda. Eigi
þarf að fara í grafgötur um, að vettvangslýsingin er hluti af
skilaboðum sögunnar. Hvernig fellur dráp Gísla á Gullteig að
þessum andlega skilningi?
Þeir bræður ganga til Gullteigs árla morguns í góðu veðri,
leggja frá sér klæði sín og vopn og taka að slá. Vissulega eru
hér nokkur almenn líkindi við aftöku Höskulds. Atvikin að
vígi Gísla eru þannig:
Ok þá er Gísli hleypr á garðinn, þá fellr torfa ór garðinum, ok
skriðnar hann. Þá kemr at Barði; hann varð þeira skjótastr ok
hóggr til hans með sverðinu Þorgautsnaut ok hpggr mjpk svá af
andlitit.3
í Heiðarvígasögu eru fleiri en eitt ris. Auðsætt er, að hápunkt-
ur dramatískra viðburða í fyrra hluta sögunnar er, þegar
Gestur vegur Víga-Styr. Gestur sviptir lífi ekki aðeins veg-
anda föður síns, heldur einnig skaðvald skepnunnar. Dráp
Víga-Styrs er bæði sögulegt og siðrænt ris. Eftirmálin verða
* Sjá L. Lönnroth: „Rhetorical Persuasion in the Sagas“, 157-189.
Sjá t.d. Frye: Archetypical Criticism, 147-158 og víðar.
3 Hvs., 295.